Radek Sikorski, fyrrum varnarmála-og utanríkissráðherra Póllands og þingmaður Evrópusambandsins birti mynd á Twitter af lekanum á Nord Stream leiðslunni og sagði einfaldlega „Takk Bandaríkin.“
Danski herinn hefur birt myndskeið á vefsíðu sinni sem tekið er úr þyrlu norska hersins. Þar má sjá má hvernig gasið sem lekur úr Nord Stream leiðslu kemur upp á yfirborð Eystrasalts með töluverðum látum.
Búið er að greina þrjá leka í Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum sem flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Tveir lekar eru í Nord Stream 1 norðaustur af eyjunni Borgundarhólmi og einn í Nord Stream 2 sem liggur suðaustan við eyjuna.