Nú þegar sjóðastýringarrisinn Vanguard er orðinn stór hluthafi í Íslandsbanka þá er við hæfi að hugleiða hvort fjárfestingarstefna þeirra henti okkur. Fyrir ekki svo mörgum árum tilkynnti Larry Fink forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringarrisa heims, forstjórum fyrirtækja að nú væri ekki nóg að hugsa bara um hagnað - þau þyrftu einnig að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið. Sú stefna gengur undir skammstöfunni ESG (Environmental, Social, Governance). Vanguard lýsir stefnu sinni sem umhverfissinnaðri (þar undir eru loftslagsbreytingar, skógeyðing, mengun og meðferð úrgangs), félagslegri (hvernig komið er fram við starfsmenn og birgja, samfélagsleg virkni, heilsa og öryggi) og stjórnunarlegri (fjölbreytilegt fólk í stjórnunarstöðum [ekki bara þeir hæfustu], launagreiðslur eða skattgreiðslur).
Hugmyndin virðist hafa verið að auðvelda fjárfestum að velja á milli fjárfestingarmöguleika með því að skoða ESG skor fyrirtækjanna en kvartað hefur verið undan því að hugmyndafræðin að baki matinu sé woke-isminn ameríski - stefna Demókrata - og að allir þurfi að spila með eða vera útilokaðir ella. Sjá má dystópíska útfærslu á ESG hér.
Nýlega mátti lesa á Fréttinni að PayPal hefði neyðst til að opna aftur fyrir greiðslur til blaðamannsins Toby Young og miðlanna sem hann er í forsvari fyrir, Daily Sceptic og Free Speech Union. Toby, sem er líka aðstoðarritstjóri Spectator vakti athygli á málinu og íhaldsmaðurinn Jacob Rees-Mogg krafðist þess að PayPal virti tjáningarfrelsi viðskiptavina sinna. Hópur breskra þingmanna vill í framhaldinu banna þjónustufyrirtækjum með lögum að mismuna viðskiptavinum eftir skoðunum þeirra.
Mörg fylki í Bandaríkjunum hafa nú þegar gripið til aðgerða gegn ESG hugmyndafræðinni. Í nýlegri grein í Bloomberg má lesa að Texas, Florída, Arizóna, Indíana, Norður Dakota, Oklahoma, Vestur Virginía og Wyoming hafi nú þegar sett lög er beint er gegn henni. Texas hefur trúlega verið fyrst til að „slaufa slaufurunum" og nú er BlackRock kominn á svartan lista hjá þeim og þeim bannað að sýsla með sjóði sem eru í umsjá fylkisins og í Flórída stendur til á næsta ári að setja lög sem banna stórum bönkum, krítarkortafyrirtækjum og greiðslufyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum vegna trúarlegra, pólitískra eða samfélagslegra skoðana og virðist De Santis þar á sömu línu og Rees-Mogg og félagar.
Bloomberg nefnir dæmi um ESG árekstra. Fyrirtæki í Dallas, Texas, er selur íhluti í byssur hafði tekið á leigu vörugeymslu en fjárhagslegur bakhjarl eigenda húsnæðisins hafði ESG stefnu gegn skotvopnum og neyddi eigenda húsnæðisins til að rifta samningnum. Sá hinn sami átti hins vegar heilmikil viðskipti við Texasfylki og hefði lent í refsiaðgerðum þess því nýlega höfðu verið samþykkt lög sem bönnuðu viðskipti fylkisins við þá sem mismuna þeim er stunda viðskipti með skotvopn eða jarðefnaeldsneyti. Málið leystist utan dómstóla - trúlega hefur eigandi húsnæðisin frekar vilja skipta um banka en missa viðskiptin við fylkið. Í grein Bloomberg segir að jafnvel þótt til ESG reglanna hafi ef til vill verið stofnað með hag almennings í huga þá verði að hyggja að því hvort ESG stefnan sé í eðli sínu útilokandi og mismuni fólki.
ESG stigagjöf Vanguard og hinna sjóðastýringarrisanna snýr markaðsfræðunum á haus með því að verðlauna fyrirtæki fyrir að fylgja stefnu sem byggist ekki á að hámarka hagnað sjóðsfélaga og hefur ekki neitt með framboð og eftirspurn að ræða - aðeins pólitík.
4 Comments on “Hentar fjárfestingastefna Vanguard Íslendingum?”
„Sú stefna gengur undir skammstöfunni ESG (Environmental, Social, Governance)“ = depopulation (?)
Vil vekja athygli á hvað Íslensk stjórnvöld eru að gera með að fækka sýslumannsembættum og sameina sveitarfélög..allt er þetta partur af Agenda 2030 að hafa stjórnun á fárra manna hendur. Davos mafían er innvinnkluð í Íslensk stjórnmál og fjármálakerfið. Bið gott fólk að vakna og sjá hvað bíður okkar.
Thats a really bad news for Icelanders Blackrock and Vangard are a combined spiderweb owned by the same group and is largest mafia spiderweb the world has ever seen they control over 99.9% of all banking, corporations worldwide including the BIG Pharma that is pushing the KILLER vaccines upon people all over the world the list is endless…. , It’s pretty obvious some lousy asshole Icelanders got a FAT check selling out their country, BlackRock is the most powerful mafia spiderweb ever, last year they bailed out the housing market in China with billions of dollars so gobbling up Iceland is a piece of cake for them
Ef við höfum séð eitthvað á síðustu áratugum þá er það Íslendingar tilbúnir að selja sál sína djöflinum fyrir pening… Sjáum bara hvað er að gerast með Mílu.. Ekki fengu lífeyrissjóðirnir að kaupa innviði Íslands nem bara svona til sýnis.. Það er margt slæmt að fara að gerast á eyjunni okkar í komandi framtíð.. Glóbalistar ráða öllu hér. Næst verður það orkukerfið okkar. Allt verður selt.