Flugvél Icelandair lenti í árekstri við farþegaflugvél Korean Air á Heathrow-flugvelli í London í kvöld. Það var vængur flugvélar Korean Air sem skall á stél Icelandair vélarinnar sem var kyrrstærð. Engan sakaði en farþegar voru um borð þegar áreksturinn varð.
Meðal farþega voru 50 nemendur í Verzlunarskóla Íslands sem bíða nú á Heathrow-flugvellinum í London án farangurs. Ferð nemendanna var hluti af sérstökum Harry Potter-valáfanga og voru því kennarar skólans með.
Samkvæmt frétt mbl.is sem talaði við farþega vélar Icelandair var þetta einstaklega skrítin upplifun og farþegum mikið brugðið.
