Yfirvöld í Flórída hafa hvatt fólk til að vera við öllu búiið vegna hitabeltisstormsins Ian sem reiknað er með að fari yfir Flórídagaskaga í dag eða á morgun.
Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á Flórída. Landsmiðstöð fellibylja (e. The National Hurricane Center) hefur ráðlagt íbúum bæði á Kúbu og á Flórída að gera ýmsar ráðstafanir og fylgjast vel með fréttum.
Fólk rifjar nú upp og dreifir upptöku á samfélagsmiðlum þar sem Bandaríkjaforseti sagði í ágúst í fyrra „að nauðsynlegur liður í undirbúningi fyrir fellibyljatímabilið væri að fara í bólusetningu NÚNA,“ fyrir þá sem búa á fellibyljasvæðum „allt sé flóknara ef fólk er ekki bólusett.“
Myndbandið má sjá hér: