Kæra á hendur sálfræðingi vegna „hatursorðræðu“ um kynvitund felld niður

frettinInnlendarLeave a Comment

Í júní sl. fékk Arnar Sverrisson sálfræðingur óvænta hringingu frá lögreglunni.

„Prúður og hálfvandræðalegur lögreglumaður tjáði mér að ég væri boðaður í viðtal vegna hatursorðræðu í tveim greinum, sem ég skrifaði í Vísi fyrir tveim árum síðan um kynskipti. Ég skrifaði reyndar um kynskipti í Morgunblaðið einnig, en kærandi minn, Tanja Vigdisardottir, virðist ekki hafa séð hatursorðræðu í henni,“ segir Arnar.

Það fylgdi sögunni, að lögreglan hefði í fyrstu hafnað rannsókn á kæruefninu, en Ríkislögreglustjóri hafi nú fyrirskipað, að rannsókn skyldi fara fram. „Því er ég boðaður í yfirheyrslu. Athyglisvert!,“ sagði Arnar.

Grein Arnars í Vísi sem um ræðir má lesa hér og einnig svargrein Tönju Vigdísardóttur við henni. Andsvar Arnars má svo lesa hér.

Kæran felld niður

Arnar upplýsti í morgun á facebook að þessi endurupptkena kæra lögreglunnar á höfuborgarsvæðingu gegn honum hafi nú verið felld niður. „Svo virðist sem ríkissaksóknara og þrýstihópi kynskiptinga verði ekki að þeirri ósk sinni að vista mig á Hólmsheiðinni og hafa af mér sektarfé, því mér barst í fyrradag svofellt bréf frá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Arnar.

Bréfið og færslu Arnars á facebook má sjá í færslu hans hér:

Skildu eftir skilaboð