Rapparinn Kanye West hefur nú hrundið af stað herferð sem ber yfirskriftina "White Lives Matter" og heldur því einnig fram að "Black Lives Matter" byltingin sé svikamylla. West hefur nú heimfært byltinguna yfir á annað stig með stórri yfirlysingu þar sem hann segir að hvít líf skipti líka máli. Aðeins degi eftir að hafa tilkynnt þetta mætti hann klæddur "White Lives Matter" skyrtu á Yeezy tískusýningu í París, en Yeezy er fatalína rapparans.
Ye, eins og rapparinn vill helst vera kallaður, deildi Instagram færslu sem síðan var eytt, „Allir vita að Black Lives Matter er svikamylla, þetta er búið. Vertu velkominn,“ segir West.
Rapparinn mætti svo í viðtal í gær til fréttakonunnar Candace Owens í Yeezy stuttermabol sem á stóð "White Lives Matter" og vakti hann athygli á þvi að grípa þurfi inn í ofbeldið sem ríkir í svörtum samfélögum þar sem svartir beita svarta ofbeldi, segir West.
Þrátt fyrir að rapparinn hafi ekki útskýrt hvað slagorð hans þýddi vakti það strax viðbrögð.
Sonur Will Smith og félagi rapparans, Jaden Smith mætti á Yeezy-sýningu West í París, en hann er sagður hafa yfirgefið viðburðinn vegna þessa nýja uppátækis West.