Ríkisstjórn Trudeau með milljarða samning við WEF um þróun stafrænna ferðaskilríkja

frettinErlent, Stjórnmál, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er með 105,3 milljóna dollara samning við Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) um þróun á stafrænum skilríkjum fyrir ferðamenn, KTDI (Known Traveller Digital Identity).

„Það sem einu sinni var samsæriskenning er nú samningsbundin staðreynd,“ skrifaði Dr. Leslyn Lewis þingmaður kanadíska Íhaldsflokksins á Twitter.

„Ríkisstjórnin viðurkenndi loks að hún væri með 105,3 milljóna dollara (um 15 milljarðar ísl. kr) samning við World Economic Forum fyrir þróun á stafrænum auðkennum ferðalanga. Skoðið þessa pöntun. Þetta er ekki lengur samsæriskenning – þetta er samningsbundin staðreynd!“ tísti Lewis.

Sjá má hér að ríkisstjórn Hollands, hollenska flugfélagið KLM og Shiphol flugvöllurinn eru meðal samningsaðila.

Svo skemmtilega vill til að þeir Justin Trudeau og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hafa verið kallaðir gulldrengirnir hans Klaus Schwab framkvæmdastjóra World Economic Forum.


Skildu eftir skilaboð