Twitter ritskoðar landlækni Flórída – mælti gegn „bólusetningum“ ungra karlmanna

frettinErlent, RitskoðunLeave a Comment

Í gær skrifaði Þorsteinn Siglaugsson grein á miðlinum Substack um þá ákvörðun landlæknis Flórída, Joseph A. Ladapo, að mæla gegn mRNA Covd-19 bólusetningum karlmanna á aldrinum 18-39 ára í ljósi þess að 84% aukning hafi orðið á dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma í þessum hópi frá því að bólusetningarnar hófust.

Þorsteinn spáði því að ekki myndi líða langur tími þar til samfélagsmiðlar myndu byrja að ritskoða  og gagnrýna Ladapo. Það hefur nú gerst.

Hér er færsla landlæknisins þar sem hann kynnir niðurstöður greiningar.

Ef reynt er að skoða þessa færslu nú þá kemur þetta upp:

Í síðustu viku lokaði Twitter á bandaríska faraldsfræðinginn og hjartalækninn Peter McCoullough sem nýlega fullyrti að skjöl sem öldungardeildarþingmaðurinn Ron Johnson hefur lagt fram sýni það svart á hvítu að Covid-19 sé aðgerð bandaríkjastjórnar, hún hafi búið til SARS-CoV 2 og brodprótínið, hún hafi útbúið ógnina og viðbrögðin. McCullough bendir á að ef repúblikanar ná meirihluta í þinginu eftir þingkosningarnar í næsta mánuði séu forstjórar, CDC, FDA og NIH í miklum vanda, þeir munu hvergi geta falið sig.

Skildu eftir skilaboð