Evrópa semur um kaup á gasi frá innrásarríki

frettinErlent, Geir Ágústsson, Orkumál, Pistlar1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Mér er tíðrætt um samhengi - að skoða hlutina í samhengi en ekki bara sem röð einstaka viðburða sem tengjast engum öðrum og hljóta að skrifast á eitthvað stundarbrjálæði eða illvilja.

Samhengi réttlætir ekkert. Það þarf ekki einu sinni að skýra neitt. Stundum er eitthvað einfaldlega stundarbrjálæði eða viðbrögð sem ná langt út fyrir eðlileg mörk. Mögulega lesum við um slagsmál í næturlífinu sem kemur svo í ljós að eru skiljanleg afleiðing af því að maður klappaði á rass kærustu annars manns. Slagsmál eru þar með ekki réttlætanleg - þau voru yfirgengileg viðbrögð við nokkru sem hefði bara átt að kalla á afsökunarbeiðni - en engu að síður skiljanlegri þegar samhengi er veitt.

Hvað um það.

Í fréttum um daginn var sagt svona frá:

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Þetta er dæmigert orðalag fyrir vestrænar fréttastofur [BBC, CNN, RÚV]: Átök á landamærunum. Báðir aðilar að saka hinn um eitthvað. Bara svolítið vopnaskak. 

En hver réðist inn fyrir landamæri hvers? Framkvæmdi innrás! Brauta á heilögum línum landamæra! Öllu óvarfærnari fréttastofa segir svona frá:

Aserbaídsjan gerði víðtæka árás á skotmörk í Armeníu, fordæmalaus stigmögnun langvinnra átaka á armenskt landsvæði.

Allt á huldu greinilega. Hermenn Armeníu hafa greinilega verið að leika sér að því að skjóta sprengjum á nágranna sinn sem varði sig svo skiljanlega með innrás og hún þar með skiljanleg. Ekki endilega réttlætt, en skiljanleg. Lítið að frétta, hvað sem því líður. Vestrænir fjölmiðlar tala svo um svolítil átök á landamærunum. Svona er þetta jú bara hjá þessum blessuðu austantjaldsríkjum!

Bregðum okkur svo í annan fréttaheim:

Nýja jarðgasleiðslu Aserbaídsjan til Evrópu er sögð vera bylting fyrir evrópskt orkuöryggi. ... „Þessi leiðsla breytir öllu fyrir Búlgaríu og fyrir orkuöryggi Evrópu,  þetta þýðir frelsi frá því að vera háð rússnesku gasi.“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Frábært, ekki satt? Nýtt gasrör frá friðsælu mannelskandi nágrönnum okkar í Aserbaídsjan mun frelsa okkur frá rússnesku gasi!

Eða með öðrum orðum: Ríki sem á í svolitlum landamæradeilum við ögrandi nágranna sinn ætlar núna að selja Evrópu gas til að Evrópa þurfi ekki að kaupa gas frá vondu innrásarríki. 

Það læðist að manni sá grunur að þessi svakalega áhersla á að halda Rússum frá ákveðnum svæðum í Úkraínu og trappa upp átök þar uns stóru sprengjurnar láta sjá sig litist af einhverju öðru en ást Evrópu og Bandaríkjanna á landamærum frá tímum Sovétríkjanna.

Kannski einhverju allt öðru.

One Comment on “Evrópa semur um kaup á gasi frá innrásarríki”

Skildu eftir skilaboð