Stoltenberg: Sigur Rússlands í Úkraínu yrði ósigur NATO

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál2 Comments

Sigur Rússlands í átökunum í Úkraínu, yrði ósigur fyrir NATO, bandalagið má ekki leyfa slíka niðurstöðu, er haft eftir Jens Stoltenberg, aðalritara NATO, á blaðamannafundi fyrir ráðherrafund bandalagsins í Brussel í gær.

“Og auðvitað hefur mjög mikið af þeim stuðningi sem bandalagsríki NATO hafa sent – skriðdrekabanarnir, loftvarnarkerfin, skotfærin – sem þau hafa sent Úkraínu, verið tekin af núverandi birgðum. Þannig að með því hafa þau minnkað birgðir sínar. En það hefur verið rétt ákvörðun, því það er mikilvægt fyrir okkur öll, að Úkraína vinni baráttuna, stríðið gegn rússneska innrásarhernum. Vegna þess að ef Pútín vinnur, þá er það ekki bara stór ósigur fyrir Úkraínumenn, heldur verður það ósigur og hættulegt fyrir okkur öll, því það mun gera heiminn hættulegri og það mun gera okkur viðkvæmari fyrir frekari yfirgangi Rússa.“

Viðurkenndi Stoltenberg loksins aðild NATO að stríðinu?

Orð Stoltenberg gætu komið sumum á óvart, þar sem að NATO er varnarbandalag ríkja, sem hvorki Úkraína né Rússland eiga aðild að. Ekki stendur til að taka umsókn Úkraínu um aðild að bandalaginu til greina, á meðan á átökunum við Rússland stendur. Það myndi hafa þá þýðingu að öll bandalagsríkin yrðu að mæta Rússlandi, með sínum eigin mannafla.

Túlka mætti orð Stoltenberg á þann veg, að þar með sé hann búinn að viðurkenna fulla þátttöku NATO í umboðsstríði (e. proxy war) við Rússland, þar sem „barist skuli til síðasta Úkraínumanns“. Orð aðalritarans fyrir fundinn rímuðu við þessa stefnu, en hann sagði að NATO muni standa með Úkraínu „eins lengi og þarf“.

2 Comments on “Stoltenberg: Sigur Rússlands í Úkraínu yrði ósigur NATO”

  1. Það þarf engan snilling til að skilja að þessi átök eru í raun proxy-stríð NATO gegn Rússlandi.

Skildu eftir skilaboð