Elon Musk lenti á úkraínska dauðalistanum „Myrotvorets“

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, StjórnmálLeave a Comment

Athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Elon Musk, virðist í skamma stund í dag hafa lent á úkraínska dauðalistanum Myrotvorets.

Upplýsingar þess efnis voru í dreifingu á Twitter í dag.

Einnig má finna upplýsingar um atvikið víða á netinu og á Telegram rásum. Þar segir skráning Musk hafi verið inni í um 10-15 mínútur, eða þar til að umsjónarmenn Myrotvorets virðast hafa áttað sig á því að hann gæti slökkt varanlega á Starlink gervihnatta netþjónustunni í Úkraínu.

Á Myrotvorets, eða „Peacekeeper“-vefsíðuna er safnað upplýsingum um svokallaða „Óvini Úkraínu“. Það eru skráðir þeir sem voga sér að viðra gagnrýni sem ekki fellur í kramið hjá úkraínskum stjórnvöldum, og vígahópum öfgaþjóðernissinna í landinu. Þúsundir manna hafa verið skráðir þar.  Síðan er alræmd og notuð til að ógna fólki eða myrða. Fundist hafa færslur á síðunni sem virðast skráðar af vestrænum leyniþjónustum. Ekki er mælt með því að fólk heimsæki síðuna sjálfa af netöryggisástæðum.

Tónlistarmaðurinn og friðarsinninn Roger Waters úr Pink Floyd var nýlega skráður á Myrotvorets, m.a. fyrir að gagnrýna stríðsrekstur Biden og NATO í Úkraínu.

Hvað gerði Musk til að verðskulda annað eins?

Ástæðan fyrir því að Musk lenti á síðunni kann í fyrsta lagi að vera sú, að Musk lagði til friðsamlega lausn átakanna í Úkraínu í byrjun mánaðarins. Það fór öfugt ofan í stjórnvöld í Kænugarði og forsetann Zelensky, sem sakaði hann um að vera „Rússadindil“.

Í öðru lagi getur SpaceX-fyrirtæki Musk ekki lengur fjármagnað ókeypis internet í Úkraínu með Starlink-kerfinu, en hann sendi Pentagon bréf þess efnis í september sl.

Fram að þessu hefur gjöf SpaceX, ókeypis Starlink netþjónusta í Úkraínu, kostað fyrirtækið 80 milljónir dollara. Áætlaður kostnaður er 100 milljónir dollara til ársloka 2022 og tæplega 400 milljónir dollara fyrir næsta ár, að því er Business Insider greinir frá.

Sendiherra Úkraínu, Andrij Melnyk á af þessu tilefni að hafa sagt Elon Musk að „fokka sér“. Musk svaraði eins og honum er lagið og kvaðst einungis vera að fara eftir þeim ráðleggingum.

Skildu eftir skilaboð