Sigurður Þ. Ragnarsson (Siggi Stormur) segir frá því á facebook að sonur hans sem hefur verið lífshættulega veikur í 10 mánuði sitji nú á ganginum á Landspítalanum eftir bakslag. Sigurður spyr hvort Willum Þór heilbrigðisráðherra myndi sætta sig við þetta og að ekki væri að undra að lykilfólk eins og hjúkrunarfræðingar forði sér:
„Þegar menn eru búnir að vera lífshættulega veikir á spítala í 10 mánuði samfellt, verða stundum bakslög þrátt fyrir útskrift. Það gerðist því miður hjá syni mínum sem nú er innskráður á LSH við Hringbraut. En hvað má bjóða mjög veiku fólki. Kannski hvað sem er. Myndirnar tvær sem hér fylgja með eru af meltinga- og nýrnadeild LSH við Hringbraut, þar sem minn maður dvelur.