Evrópska hagstofan Eurostat hefur birt tölur um umframdauðsföll fyrir Evrópuríki í ágúst. Umframdauðsföll eru þau dauðsföll sem eru umfram meðalfjölda dauðsfalla á hverjum stað og tíma.
Umframdánartíðni í ESB ríkjum lækkaði niður í +12% í ágúst úr +16% í júlí, sem var hæsta gildi sem mælst hefur til þessa á árinu 2022 og óvenju hátt fyrir júlímánuð. Í maí og júní 2022 var umframdauði +7% miðað við meðalfjölda dauðsfalla á sama tímabili árin 2016-2019.
Tíðnin er áfram breytileg milli aðildarríkja ESB, og eru níu aðildarríki með skráð gildi yfir meðaltali ESB. Hæsta hlutfallið í ágúst 2022, sem var tvöfalt meðaltal ESB, var skráð í Grikklandi (+24%). Írland og Þýskaland komu á eftir (bæði +17%). Á sama tíma mældist lægsta hlutfallið í Ungverjalandi (+2%), Slóvakíu (+4%), Búlgaríu og Tékklandi (bæði +5%).
Tölur fyrir Ísland eru einnig umfram meðaltal ESB ríkja, eða 17,6% eins og á Írlandi og Þýskalandi.
Þó umfram dauðsföll í ágúst séu ekki eins mikil og þau voru í júlí 2022 samanborið við júlí 2020 og 2021 (eða +16% samanborið við +3% og +6%), sýna tölur í ágúst 2022 (12%) samt sem áður aukningu miðað við ágúst 2020 og 2021 (+ 8% og +9%).
Þessar upplýsingar koma úr gögnum um umfram dánartíðni sem Eurostat birtir í gær 14. október 2022, byggt á vikulegri gagnasöfnun um dauðsföll.
Í júlí mánuði var Ísland með langflest umframdauðsföll, eða 55,8% en athygli vekur að ef tölfræði fyrir Eurostat er skoðuð nú, hefur talan fyrir umframdauðsföll á Íslandi í júlí verið lækkuð úr 55,8% niður í 35,1%. (Fyrirspurn hefur verið send á Hagstofu Íslands og verður fréttin uppfærð þegar svar berst).
One Comment on “Umframdauðsföll í Evrópu lækka í ágúst en Ísland enn yfir meðaltali með 17,6%”
Hvað vitum við hvort það sé búið að koma böndum yfir þessa stofnun..
Ég er í vinnu núna þar sem kanadisk flugfélag hefur tekið upp grímuskyldu..
Ef fólk heldur að það mun upplifa grímulaus jól think again..
Má segja að það veltur allt á midterms elections 8. Nóvember