Biden kastar steinum úr glerhúsi

frettinErlent, Jón Magnússon, Pistlar, StjórnmálLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Alveg ótrúlegt að Joe Biden skuli leggja lykkju á leið sína til að gagnrýna forsætisráðherra Breta, Lis Truss fyrir að hafa vilja færa hátekjuskattinn í Bretlandi niður úr 45% í 40% til að stuðla að auknum umsvifum í efnahagslífinu í landinu. 

Biden segir að þetta sé hugmynd til að lækka skatta á þau ofur-ríku. 

En hvað skyldi nú stjórn Biden búa við og láta sér líka við og telja það allra besta væntanlega. 

Í Bandaríkjunum er hæsta skattþrepið 37% og hjón byrja ekki að borga skv. þessu hæsta skattþrepi fyrr en tekjur þeirra eru komnar um og yfir 100 milljónir. (628,301 USD)

Skyldi Joe Biden vera í stöðu til að gagnrýna Breta fyrir skattastefnu þeirra gagnvart hinum ofur-ríku?

Ætli það eigi ekki við sem Jesú benti oflátungum eins og Joe Biden á fyrir 2000 árum. Drag þú fyrst bjálkann úr þínu eigin auga áður en þú dregur flísina úr auga náunga þíns. 

Skildu eftir skilaboð