Lyfjastofnun Evrópu heimilar C-19 sprautur fyrir börn frá sex mánaða aldri

frettinErlent1 Comment

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hefur ákveðið að mæla með notkun COVID-19 bóluefnisisns Comirnaty fyrir börn frá sex mánaða aldri til fjögurra ára, og COVID-19 bóluefnisins Spikevax fyrir börn frá sex mánaða aldri til fimm ára. Áður var notkun Comirnaty leyfð fyrir fullorðna og börn frá fimm ára aldri og Spikevax fyrir fullorðna og börn frá sex ára aldri.

„Bæði Comirnaty og Spikevax hafa gefið góða raun við að draga úr alvarlegum veikindum, spítalainnlögnum og dauðsföllum vegna COVID-19 og verða áfram notuð í faraldrinum, sérstaklega sem grunnbólusetningar,“ segir á síðu Lyfjastofnunar og að ákvörðun um hvort og hvenær eigi að bólusetja ákveðna hópa verði eftir sem áður tekin af heilbrigðisyfirvöldum í hverju landi fyrir sig, rétt eins og gildir um aðrar ákvarðanir um bólusetningar gegn COVID-19. Hérlendis tekur sóttvarnalæknir ákvörðun um hvaða hópum er boðin bólusetning.“

CDC greiðir atkvæði um hvort Covid sprautur verði á bólusetningáætlun barna og unglinga

Í dag og á morgun mun ráðgjafanefnd innan Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna einnig greiða atkvæði um það hvort Covid-19 bólusetningar verði hluti af bólusetningaáætlun barna og unglinga. Verði það samþykkt mun barn ekki geta sótt skóla án þess að fá þær sprautur.

Hér má heyra viðtal við Dr. Marty Makary við læknadeild John Hopkins háskólann um málið:


One Comment on “Lyfjastofnun Evrópu heimilar C-19 sprautur fyrir börn frá sex mánaða aldri”

  1. Við þurfum að vara okkur á þessum sölumönnum. Hér er um að ræða kapítalisma á sterum. Alltaf markaður fyrir vörn gegn ósýnilegri hættu segja markaðssálfræðingarnir. Ég vona að fólk fari að vakna til vitundar um að þetta snýst ekki um lýðheilsu heldur stjórnast þessir menn af fégræðgi á háu stigi.

Skildu eftir skilaboð