Skoðanapistill eftir David Sacks, áhættufjárfesti og meðstjórnanda All-In Podcast. Birtist fyrst í Newsweek þann 4. október 2022. Erna Ýr Öldudóttir þýddi.
Elon Musk komst eina ferðina enn í hann krappan á Twitter um daginn - fyrir að stinga upp á friði. Í byrjun mánaðarins lagði Musk til friðarsamkomulag, til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fyrir það var hann úthrópaður sem „handbendi Pútíns“, af Twitter-skrílnum sem hefur eftirlit með orðræðunni um allt sem tengist Úkraínu.
Ukraine-Russia Peace:
- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.
- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev’s mistake).
- Water supply to Crimea assured.
- Ukraine remains neutral.
— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022
Sjálfur forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, sakaði Musk um að styðja Rússland – jafnvel þó svo að SpaceX fyrirtæki Musk hafi gefið Starlink gervihnattanetþjónustu upp á 80 milljónir dollara til stríðsátaks Úkraínu. (Full upplýsingagjöf: Musk er vinur minn og ég hef fjárfest í SpaceX). Andrj Melnyk, sendiherra Úkraínu í Þýskalandi, var berorðari og sagði Elon að „fokka sér“. David Frum tísti, án frekari sannana, að „rússnesk öfl“ hafi notað Elon til að sleppa „tilraunablöðru“ með friðartillögu á loft, af því að þau séu hrædd um að tapa Krímskaga. Hjarðir blámerktra aðganga á Twitter fylgdu honum í kjölfarið og skipuðu Musk að halda sig á mottunni.
Hinir óbilgjörnu stjórna umræðunni
Merkilegt í þessari sögu er ekki að Musk hafi verið snupraður, heldur frekar að Twitter-skrílræðið noti sömu óþolandi útskúfunaraðferðirnar og notaðar eru til að loka á umræðu um innanlandspólitík, til að móta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. Það er gert með því að djöflast á öndverðum sjónarmiðum, rægja andstæðingana og loka á það sem hugmyndafræðilega óviðunandi að leggja til frið eða kælingu á stigmögnun átakanna.
Netmúgurinn hefur ákveðið að allur stuðningur við sáttagerð – jafnvel tillögur sem Zelensky sjálfur virtist styðja við upphaf stríðsins – jafngildi því að taka afstöðu með Rússlandi. Málamiðlunar- og varfærnisraddir eru úthrópaðar sem afsakendur Pútíns. Þetta fjarlægir nauðsynlega umræðu, og minnkar Overton-gluggann, þar til aðeins eru þeir eftir, sem heimta algjöran ósigur Rússa og endalok stjórnar Pútíns – jafnvel þótt það kosti Þriðju heimsstyrjöldina.
Við höfum séð þetta áður, „Woke múgur“ á Twitter djöflast reglulega við að rægja pólitíska andstæðinga sína og gera efasemdarmönnum upp illan ásetning eða aðferðir. Berja niður andóf, jafnvel í sínum eigin röðum, með því að lýsa því yfir að umræðunni sé lokið.
Hjónaband byggt á hörku og ruddalegri nálgun
Það sem gerir „Ég styð Úkraínu“-útgáfuna af Twitter múgnum sérstaka, er að hún sameinar tvö öfl sem áður voru svarnir óvinir – „woke“ vinstrið og ný-íhaldssama (e. Neo-conservative, Neocon) hægrið. Í ljós hefur komið að hóparnir deila mörgum af sömu fráhrindandi hugmynda- og persónueinkennunum, og hafa svipaða ruddalega nálgun á pólitíska þátttöku. Þessi öfl hafa nú gengið í nýtt pólitískt hjónaband.
Fyrir rúmum áratug sigraði Barack Obama Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir forsetaframboð, m.a. vegna andstöðu hans við Íraksstríðið. Á þeim tíma fyrirlitu vinstri menn Neocon stríðshaukana fyrir að reka hin hörmulegu og óendanlegu stríð Bush-Cheney stjórnarinnar í Miðausturlöndum. Til viðbótar studdu vinstri menn stefnu Obama gagnvart Úkraínu, þegar hann neitaði að magna upp deilur við Rússa vegna Krímskagans. Bent var á að Bandaríkin ættu enga mikilvæga öryggishagsmuni í Úkraínu, á sama hátt og Rússland. Þar af leiðandi myndu Rússar alltaf geta haft „yfirburði við stigmögnun,“ sagði Obama. „Þetta er dæmi um að við verðum að vera mjög skýr varðandi hverjir kjarnahagsmunir okkar séu, og fyrir hvað við séum tilbúin að hefja stríð“.
Vinstrið orðið afhuga friðsamlegri utanríkisstefnu
En þar sem Neocons gengu að mestu leyti úr Repúblikanaflokknum út af Trump, og afneituðu öllum íhaldssömum skoðunum sínum í innanlandsmálum til að gerast fréttaskýrendur á MSNBC, hafa vinstri menn fundið nýja ást á árásargjarnri utanríkisstefnu. Það er, svo framarlega sem hún þjónar „lýðræði“ og er á móti „einræði“ — sífellt sveigjanlegra hugtaki sem bæði „Woke“ og Neocons nota nú til að skilgreina, ekki aðeins Pútín, heldur líka lýðræðislega kjörna leiðtoga eins og Viktor Orban í Ungverjalandi, Giorgia Meloni á Ítalíu og Donald Trump í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að hafa kosið Obama, af því hann lofaði að hætta utanríkisstefnu Neocons, hafa vinstri menn nú sameinast þeim við að andmæla varfærinni utanríkisstefnu Obama í Úkraínu.
Þessi breyting er ruglingsleg, einungis á taktískum vettvangi er hún skynsamleg á ákveðinn hátt. Neocons fundu upp útskúfunarspilið áður en það var einu sinni Twitter borð til að spila það á. Neocons hafna með hrokafullum hætti sjónarmiðum andstæðinganna, sem gerðri af illum hug og ekki umhugsunarverðri, og stimpla hvern þann sem þorir að efast sem villutrúarmann eða svikara.
Umræða um aðra valkosti en stríð er útskúfuð
David Frum lagði Neocon-harðlínuna þegar hann stimplaði fámennan hóp hægri sinnaðra álitsgjafa sem voru á móti Íraksstríðinu, sem „óþjóðholla íhaldsmenn“, í upphafi þeirrar hernaðarlegu hörmungar. Spólum áfram til dagsins í dag, og allir sem benda á að: Stækkun NATO gæti hafa stuðlað að núverandi Úkraínudeilu. Refsiaðgerðirnar á Rússland virki ekki og hafi sprungið í andlitið á króknandi Evrópubúum. Bandaríkin verði setja í forgang að forðast heimsstyrjöld við kjarnorkustórveldið Rússland. - Þeir eru úthrópaðir sem Pútín-sleikjur.
Að skriðtækla umræðuna svona leyfir vanhugsun og ranghugmyndum að vaða uppi. Þannig fáum við þau rök að Pútín sé brjálæðingur sem muni drepa óspart til að ná markmiðum sínum. Samtímis sé hann líka örugglega að „blöffa“ um að nota kjarnorkuvopn. Hann noti þetta „blöff“ bara vegna þess að hann sé að tapa stríðinu. Ef hann verði ekki stöðvaður í Úkraínu muni hann halda áfram að sigra restina af Evrópu. Stjórn Pútíns verði að falla vegna þess að hann hafi drepið eða fangelsað alla frjálslyndu umbótasinnana og ýtt undir harðlínu öfgahægrimanna. Eins og fyrir töfra verði honum skipt út fyrir frjálslyndan umbótasinna þegar stjórn hans hrynur.
Þetta er þvæla og alvöru umræða myndi afhjúpa delluna í þessari hugsun. En við fáum ekki að eiga hana.
Einstefna í átt að Endalokunum
Svo lengi sem Woke-Neocon hjónaband vinstri og hægri manna fær að stjórna umræðunni, munum við halda áfram einstefnu í átt að meiri og hættulegri stigmögnun átakanna.
Það verður engin friðsamleg lausn á deilunum á meðan Bandaríkin bjóðast ekki til að leiða sáttamiðlun. Í stað þess höfum við útvistað því til Úkraínustjórnar og ítrustu hámarkskrafna þeirra og hert refsiaðgerðirnar á Rússland í hvert sinn sem Pútín opnar munninn gagnvart Vesturlöndum. Einhver sprengdi Nord Stream-gasleiðsluna í loft upp, ef ske kynni að önnur lykilþjóð eins og Þýskaland hefði hug á að koma að samningaborðinu. Nú erum við farin í kjarnorku-„kjúkling“ við rússneskan leiðtoga. Ef marka má hamslausa „Stríð gegn Vesturlöndum“ ræðu hans um daginn, hefur hann nú látið stjórnina frá sér.
Svæðisátök breyttust í Fyrri heimsstyrjöldina, vegna þess að allir aðilar gerðu hámarkskröfur, og gáfu sér aðrir væru að „blöffa“. Það getur gerst aftur, sérstaklega ef fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og elíta utanríkismálanna sameina krafta sína við að beita „Woke“-aðferðum til að loka á umræðu um aðra valkosti. Núna erum við læst á braut stigmögnunar og áfangastaðurinn framundan er Woke War III.