Morgunblaðið segir frá því að til standi að selja 20% hlut í Útvarpi Sögu og unnið sé að undirbúningi sölunnar. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu, sagði frá þessu í samtali við Morgunblaðið og að tækifærin væru mörg í rekstrinum. Arnþrúður segist m.a. vilja styrkja dreifikerfið á landsbyggðinni.
„Ég stefni á að selja 20 prósent hlut, allavega það. Með því er ég að auka hlutafé en ekki síður að fá fleiri að borðinu. Þetta er jú svolítið erfitt fyrir einn einstakling,“ sagði Arnþrúður og einnig að hún hefði þegar fundið fyrir áhuga mögulegra kaupenda, þó að söluferlið sem slíkt sé ekki hafið.
Hægt er lesa greinina heild sinni í Morgunblaðinu í dag.