Ellefu tilkynningar um fósturlát eftir C-19 sprautur, þrjár um andvana fæðingar

frettinInnlendarLeave a Comment

Á síðu Lyfjastofnunar er að finna yfirlit um tilkynntar aukaverkanir vegna Covid-19 sprautuefna.

Í dag hafa 6184 tilkynningar borist um aukaverkanir, þar af 303 alvarlegar. Aukaverkanir eru ýmist tilkynntar af heilbrigðisstarfsfólki eða einstaklingunum sjálfum þegar grunur leikur á að þær tengist lyfi, í þessu tilfelli Covid-19 sprautuefnum.

Á síðu Lyfjastofnunar má einnig sjá nánari sundurliðun á aukaverkunum (á ensku) og meðal annars að 1267 konur hafi tilkynnt um aukaverkanir tengdar æxlunarfærum og brjóstum og 26 tilkynnt um aukaverkanir tengdum meðgöngu, fæðingu og burðarmáli (Pregnancy, puerperium, perinatal conditions).

Samkvæmt svari Lyfjastofnunar eftir úttekt úr gagnagrunni 30. sept. 2022 sundurliðast þessar 26 sem tengdust fæðingu, meðgöngu og burðarmáli svona:

11 fósturlát, þrjár andvana fæðingar, litlar upplýsingar hafa borist um tvær þessara tilkynninga, segir í svari Lyfjastofnunar, einn tilkynnandi taldi andvana fæðinguna ekki tengjast bólusetningu (sem þó hefur verið tilkynnt sem aukaverkun bóluefnisins til Lyfjastofnunar), tvær tilkynningar um fæðingu fyrir tímann.

Fjórar tilkynningar sem tengjast ekki meðgöngu en flokkast sem slíkar þar sem konur er með einkenni óléttu en þungunarpróf eru neikvæð, fimm tengdust almennum aukaverkunum eftir bólusetningu, breytingum á tíðahring, höfuðverk, hita, beinverkjum, túrverkjum, samdráttum.

Sex tilkynningar komu frá mæðrum sem voru með börn á brjósti. Einkennin voru hiti, beinverkir, bólgnir eitlar, stífla í brjósti, aukning á mjólkurframleiðslu.

Mikil aukning andvana fæðinga og ungbarnadauða 2021

Ástæða fyrirspurnar til Lyfjastofnunar er mikil aukning andvana fæðinga og burðarmálsdauða á síðast ári, þegar byrjað var að gefa Covid-19 sprautuefnið, þar á meðal barnshafandi konum og mjólkandi mæðrum. Engar tölur eru komnar frá Hagstofunni fyrir árið 2022.

Aukning á burðarmálsdauða samkvæmt tölum Hagstofunnar er 82% á árinu 2021 miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan. Burðarmálsdauði er samtala andvana fæddra og barna sem deyja innan viku frá fæðingu af 1.000 fæddum alls.

Talan yfir fjölda dána á fyrsta aldursári jókst á síðasta ári um 100% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan. Hér má lesa nánar um málið. nánar.

Hvað þýða tilkynntar aukaverkanir í raun?

Skildu eftir skilaboð