Töframaðurinn Arsenio Puro hneig niður á sviðinu og lést

frettinErlent, ListLeave a Comment

Sorg ríkir í „töfraheiminum“ eftir að hinn spánski 46 ára gamli töframaður Arsenio Puro hrundi niður á sviðinu um síðustu helgi í Madríd og lést. Arsenio varð vinsæll eftir að hafa komist í undanúrslit Got Talent árið 2019.

Í fyrstu héldu áhorfendur að þetta væri hluti af sýningu hans, en eftir nokkrar sekúndur og þegar enga hreyfingu var að sjá á töframanninum varð þeim brugðið.

Tveir lögreglumenn sem höfðu horft á sýninguna áttuðu sig á því að hann hefði fengið hjartaáfall og reyndu að endurlífga hann. Arsenio var fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn stuttu síðar.


Skildu eftir skilaboð