Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á föstudag að ESB ætli að veita Úkraínu allt að 18 milljarða evra í fjárhagsaðstoð á næsta ári til að mæta grunnfjárþörfum landsins eftir stríðið.
„Það er mjög mikilvægt fyrir Úkraínu að hafa fyrirsjáanlegt og stöðugt tekjuflæði,“ sagði von der Leyen að loknum tveggja daga fundi leiðtoga ESB í Brussel.
Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði fyrr í þessum mánuði að land sitt þyrfti um 55 milljarða dollara (56 milljarða evra) til að halda uppi fjárlagahalla næsta árs og gera við skemmda innviði.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur áætlað að árið 2023 muni Úkraína þurfa á milli 3 til 4 milljarða evra í fjárhagsaðstoð mánaðarlega til að halda opinberri þjónustu sinni gangandi.
Hér má heyra von der Leyen segja að ESB muni veita Úkraínu um 1,5 milljarða evra á mánuði í fjárhagsaðstoð (214 milljarðar ísl.kr.).
One Comment on “Áætlað að ESB veiti Úkraínu 18 milljarða evra í aðstoð á næsta ári”
Líklega verður annarhvor eða jafnvel hvorir tveggja þessara aðila lengur til á næsta ári…
Tvær merkilegar fréttir frá Svíþjóð, þær fyrstu í óralangan tíma og ‘góða fólkið’ þar í landi er alveg stjörnubrjálað :
1) Hin nýja ríkisstjórn mun leggja niður umhverfisráðuneyti landsins, og málaflokkurinn verður síðan felldur undir orkumálaráðuneytið, þar sem Ebba Busch, oddviti krata fer með lyklavöldin. Þetta eru söguleg tíðindi þar sem Svíþjóð var fyrsta landið í heiminum til þess að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti árið 1987 en þar áður hafði viss umherfisverndarskrifstofa starfað í landinu allt frá 1967.
Greta Thunberg getur því farið að týna aftur á sig spjarinar !
2) Hinn nýji utanríkisráðherra landsins tilkynnti 18. október s.l. að öllum tilraunum til þess að þröngva kvenfrelsis-femínista-woke-LGBT og þess háttar viðhorfum uppá viðmælendur Svía erlendis, einkum og sér í lagi í Mið-Austurlöndum og Suðaustur Asíu, verði hætt, þar sem enginn framámaður á þeim svæðum hefur fengist til þess að veita sendifulltrúum Svía áheyrn svo árum og áratugum skiptir af þeim sökum.
Áfram Svíar !