Eins og Fréttin sagði frá í maí var Joe Biden Bandaríkjaforseta og öðrum háttsettum embættismönnum stefnt fyrir dóm fyrir að hafa unnið með samfélagsmiðlarisum eins og Facebook, Twitter og Youtube í þeim tilgangi að ritskoða og hefta tjáningarfrelsið.
Í málinu er Biden-stjórnin sökuð um að hafa tekið þátt í skaðlegri herferð til að bæði þrýsta á stóru samfélagsmiðlana að ritskoða og hefta tjáningarfrelsi sem og að vinna með miðlunum til að ná fram ritskoðun undir yfirskyninu „rangrar upplýsingar.“
Í málsókninni er því haldið fram að embættismenn Biden-stjórnarinnar, þar á meðal Biden forseti, Jen Psaki fréttaritari forsetans og Dr. Anthony Fauci sóttvarnarlæknir hafi átt samráð við samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og Youtube til að fjarlægja sannar og réttar upplýsingar.
Á föstudag var kveðinn upp úrskurður í tengslum við málið þar sem dómarinn fyrirskipaði Dr. Anthony Fauci, fyrrverandi fréttaritara Hvíta hússins Jen Psaki, forstjóra stafrænnar stefnu Hvíta hússins Rob Flaherty, Vivek Murthy landlækni, Jen Easterly forstjóri CISA og Elvis Chan, sérstökum eftirlitsmanni FBI, að mæta fyrir dóminn til að gefa skýrslu. Gengur úrskurðurinn lengra en fyrri úrskurður sem hafði heimilað þessum embættismönnum að gefa einungis skriflegan framburð þar sem þeir þyrftu ekki að mæta fyrir dóminn. Hér er því um mikilvægan áfangasigur í málinu að ræða að mati stefnenda.
Við málareksturinn hafa komið fram skjöl sem staðfesta samvinnu milli Biden-stjórnarinnar og samfélagsmiðlafyrirtækja um að ritskoða og hefta tjáningarfrelsið. Markmið vitnaleiðslnanna er m.a. að yfirheyra embættismennina fyrir dómstólnum um þessi skjöl, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá saksóknara Missouri.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessir háttsettu embættismenn Bandaríkjastjórnar þurfa að koma fyrir dóm og svara þar eiðsvarnir fyrir gjörðir sínar er heftu m.a. tjáningarfrelsi almennings.
Hér má lesa úrskurð dómstólsins.
One Comment on “Fauci og fleiri embættismönnum skipað að gefa skýrslu fyrir dómi vegna brota á tjáningarfrelsi”
Í Frakklandi eru málin komin í svipaðan farveg, nema hvað það er á grundvelli þess „að hafa stefnt lífi og limum annarra í hættu“ og „að hafa viljandi fríað sig frá því að grípa inní gang mála í yfirvofandi hættu“, en þar er það eins konar Landsdómur heimamanna, Cour de justice de la République (CJR) sem fer með rannsókn málsins.
Fréttastöðin France Info greindi frá því í gær, laugardaginn 22. október, að hún hefði komist að því að fyrrverandi forsætisráðherra landsins á Kóvít-tímanum, Édouard Philippe, hefði nú fengið stöðu „aðstoðar-vitnis“ í málinu.
Eftir að forsætisráðherrann hefur verið yfirheyrður, þá getur allt eins verið að gefin verði út ákæra gegn honum, sem er ekki tilfellið eins og málin standa núna.
Það er svo rannsóknardómarans að ákveða í hvorn farveginn málið hjá CJR kann að þróast, […]
Þessi rannsókn réttarins hefur staðið allt frá því í júlímánuði árið 2020, en auk Philippes, eru þau Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og eftirmaður hennar, Olivier Véran, einnig verið undir smásjá réttarins.
Væri það ekki indælt ef hinn íslenski Landsdómur gæti hafið sjálfstæða rannsókn á framferði hinna opinberu embættismanna, allt uppí sjálfa ráðherrana, í faraldursmálinu. Manni sýnist af þessari lýsingu á franska málinu, að málatibúnaðurinn sé ansi keimlíkur Geir Haarde-málinu hér á landi á sínum tíma.