Dr. Rochelle Walensky, forstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) er komin með Covid-19.
Walensky sem sögð er vera með væg einkenni er búin að fá fimm skammta af Covid-19 „bóluefnum,“ samkvæmt yfirlýsingu sem CDC sendi frá sér. Walensky fékk uppfærða Covid-19 sprautuefnið í síðasta mánuði.
„Í samræmi við leiðbeiningar CDC ætlar hún að einangra sig heima en mun taka þátt í fyrirhuguðum fundum með fjarfundabúnaði,“ sagði stofnunin. „Háttsettir starfsmenn CDC og nánir tengiliðir hafa verið upplýstir um jákvæða sýnatöku hennar og grípa nú til viðeigandi aðgerða.“
Wallensky sagði fyrir einu og hálfu ári síðan að þeir sem væru búnir að fá Covid-19 sprautur gætu hvorki borið veiruna með sér né fengið Covid, það sýndu ekki bara klíniskar rannsóknir heldur einnig rauntölur, sagði Wallensky.
Að forstjórinn skyldi segja klíniskar rannsóknir hafa sýnt þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess að nýlega sagði yfirmaður hjá Pfizer í yfirheyrslum á Evrópuþinginu að aldrei hefði verið rannsakað hvort Covid-19 bóluefnin frá Pfizer kæmu í veg fyrir útbreiðslu smita, enginn tími hefði verið fyrir slíkar prófanir. Lesa má nánar um það hér og myndbandið með Wallensky má sjá hér neðar: