Fylkisstjóri Alberta biður „óbólusetta“ afsökunar sem urðu fyrir mismunun

frettinErlent, Stjórnmál2 Comments

Danielle Smith fylkisstjóri Alberta í Kanada, hefur beðið þá íbúa afsökunar sem var mismunað vegna COVID-19 bólusetningastöðu þeirra.

„Mér þykir það mjög leitt að íbúar Alberta hafi orðið fyrir mismunun með óviðeigandi hætti vegna bólusetningastöðu þeirra,“ sagði Smith á laugardag. „Ég finn til með þeim ríkisstarfsmönnum sem voru reknir úr starfi vegna bólusetningastöðu sinnar og ég býð þá velkomna aftur ef þeim hugnast svo.“

Smith sagðist vera að útbúa áætlun um að náða þá sem voru sektaðir eða handteknir vegna brota á kórónaveirutakmörkunum og bað óbólusetta Kanadamenn afsökunar sem stóðu frammi fyrir hvers kyns mismunun.

Smith er fyrsti leiðtogi Kanada sem biðst afsökunar á því að hafa mismunað óbólusettum, að sögn Rebel News. Hún tók við embætti 11. október sl. og er leiðtogi hægri flokksins UCO (United Conservative Party).

Kanada var með einar hörðustu „sóttvarnarreglur“ í heimi, þar á meðal Covid „bólusetninga“ skyldu fyrir heilbrigðis-og ríkisstarfsmenn, lét loka fyrirtækjum í marga mánuði og handtaka borgara ef þeir brutu lokunarreglur. Kanadamenn fengu um tíma hvorki að ferðast til né frá landinu, nema að hafa fengið Covid sprautur.

Hér má heyra í nýja fylkisstjóranum:


2 Comments on “Fylkisstjóri Alberta biður „óbólusetta“ afsökunar sem urðu fyrir mismunun”

  1. Hvenær biðst Guðni Th. Jóhannesson afsökunar á árás sinni á óbólusetta í þingsetningarræðu á síðasta ári?

  2. Hvenær ætli óbólusettir Íslendingar verði beðnir afsökunnar?????

Skildu eftir skilaboð