Hæstiréttur New York ríkis hefur dæmt að endurráða skuli alla starfsmenn sem voru reknir fyrir að hafa ekki verið bólusettir, fyrirskipað launagreiðslur aftur í tímann og úrskurðað að brotið hafa verið á rétti fólksins.
Dómstóllinn komst að því í gær að það „að vera bólusettur komi ekki í veg fyrir að einstaklingur smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, fullyrti fyrr á þessu ári að stjórn hans myndi ekki endurráða starfsmenn sem hefðu verið reknir vegna bólusetningastöðu þeirra.
New York borg ein og sér rak um 1.400 starfsmenn fyrir að vera óbólusettir fyrr á þessu ári eftir að borgin samþykkti bólusetningaskyldu undir stjórn fyrrverandi borgarstjóra Bill de Blasio.
Margir þeirra sem reknir voru úr starfi voru lögreglumenn og slökkviliðsmenn.
2 Comments on “Hæstiréttur New York: „bólusettir“ dreifa veirunni og eru ekki varðir fyrir smiti”
Það var lagið…….Hæstiréttur New York ríkis hefur dæmt að endurráða skuli alla starfsmenn sem voru reknir fyrir að hafa ekki verið bólusettir, fyrirskipað launagreiðslur aftur í tímann og úrskurðað að brotið hafa verið á rétti fólksins…..
Spilaborgin farin að bresta