Bandaríkin neita enn „óbólusettum“ löglegum ferðamönnum inngöngu en ekki ólöglegum „óbólusettum“ innflytjendum sem einfaldlega ganga yfir opnu landamærin í suðri.
Nýlegt dæmi um þetta er frá því á laugardag en þá var t.d. tveimur kanadískum ríkisborgurum neitað um að komast til Bandaríkjanna við landamæri í Bresku Kólumbíu í Kanada og til Washington-ríkis.
Samkvæmt færslu á Twitter sem Josh nokkur setti inn var vinum hans að nafni Dona og Susan vísað frá fyrir að vera ósprautuð.
„Bandaríkin eru enn að neita óbólusettum ferðamönnum frá Kanada inngöngu í landið,“ sagði hann. „Þetta er geðveiki. Vinum mínum var snúið við í dag.“
Frægt er þegar Bandaríkjastjórn meinaði fremsta tennisleikara heims, Novak Djokovic, að keppa á Opna Bandaríska meistaramótinu í sumar vegna þess að hann hefur ekki látið sprauta í sig gagnslausu og hættulegu C-19 tilraunaefnunum. Eins og kunnugt er hefur fjöldi tennisleikara verið í vanda eftir tilraunasprauturnar.
Fáránleiki reglna Bandaríkjastjórnar birtist á ýmsan máta
Reglur Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) gilda aðeins um þá einstaklinga sem eru að ferðast löglega til Bandaríkjanna en ekki þá sem fara t.d. ólöglega yfir suðurlandamærin við Mexíkó. Á þessu ári einu hafa t .d. 2,3 milljónir ólöglegra innflytjenda gengið yfir opin landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna og enginn þeirra var skoðaður eða vísað frá fyrir að vera „óbólusettur“.
Það sýnir fáránleikann í þessari mismunun Bandaríkjastjórnar gagnvart löglegum venjulegum ferðamönnum að á föstudag greindist einmitt forstjóri CDC Rochelle Walensky með COVID-19 og er komin í einangrun, þrátt fyrir að vera fimmsprautuð (með þrjá „örvunarskammta“) að eigin sögn og síðast fyrir mánuði með nýjasta „tvígilda“ örvunarskammtinum.
Þá hefur Pfizer staðfest að fyrirtækið hafi ekki prófað hvort „bóluefnið“ kæmi í veg fyrir dreifingu veirunnar eins og reynslan hefur einnig sýnt fram á. Það er því fráleitt að Bandaríkjastjórn skuli byggja reglur sínar á því að C-19 „bólusetning“ hindri dreifingu veirunnar.
Fáránleiki reglna Bandaríkjastjórnar birtist líka í því að til að teljast „fullbólusettur“ samkvæmt reglum hennar er ekki þörf á að hafa þegið einn einasta örvunarskammt, en í dag eru þeir orðnir þrír. Þá er eðlilegt að spurt sé hvort þessir örvunarskammtar séu þá tilgangslausir að mati Bandaríkjastjórnar og það þrátt fyrir að fyrstu tveir skammtarnir séu úreltir?
One Comment on “Hleypa ólöglegum „óbólusettum“ innflytjendum inn í landið – ekki löglegum ferðamönnum”
Fáránleikinn í heiminum í dag er lygilegur og birtist á mörgum sviðum. En almenningur kaus Joe Biden og sjúka Woke-Demókrata til valda. Ótrúlegt en satt! Og vinstri-sinnaðir fjölmiðlar halda yfir þeim verndarhendi, þó himininn sé að hrynja. Það er varla hægt að semja svona furðulega skáldsögu!