Fréttir

Börnum meinaður aðgangur að Jesú Kristi

frettinTrúmál1 Comment

Kristrún Heimisdóttir nýr varaforseti kirkjuþings segir lög um trúfélög vera „bastarð“ og segir að búið að banna öllum börnum á Íslandi að hafa aðgang að Jesú Kristi.

Mér hefur fundist erfitt að horfa upp á það sem mér finnst vera stjórnlaust undanhald þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi,“ sagði Kristrún, sem einnig er lögfræðingur, í framboðsræðu áður en hún var kjörin fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar um liðna helgi, en hún var í viðtali hjá Fréttablaðinu um helgina.

Kristrún sagði á kirkjuþinginu hafa hlotið kristilegt uppeldi og boðar sókn þjóðkirkjunnar. „Á síðustu misserum og árum hefur það lagst sífellt meira á minn hug að þjóðkirkjan á Íslandi sé lykil­atriði í því samfélagi sem ég ólst upp í og sem ég vil að afkomendur mínir og Íslendingar framtíðarinnar geti notið,“ sagði hún. Þess vegna vildi hún berjast gegn áðurnefndu undanhaldi kirkjunnar.

Kristrún var í viðtali á Bítinu á Bylgunni í morgun, þar greindi hún frá því að reykjavíkurborg hafi tekið þá ákvörðun árið 2010 að taka kristin gildi úr grunnskólunum og að prestar megi t.d. ekki nefna orðið sunnudagaskóli lengur.

Hún segir að þarna sé verið að taka menningararf íslendinga frá börnunum og það sem nauðsynlegt er að öll börn læri eins og t.d. dæmisagan um miskunnsama samverjan. Kristinn kærleiksboðskap sé gríðarlega mikilvægt að börn læri og fræðist um boðskapinn. Í dag sé staðan orðin þannig að börn skilji ekki ritninguna þar sem sé búið að taka kennsluna frá þeim. Dæmisögurnar og þessi mikli menningararfir sem við eigum á Íslandi sem mikilvægt sé að halda í heiðri. Ástæða þess að þjóðin sé vel lesin sé einmitt vegna læsi þjóðarinnar á ritninguna hér áður.

Það skiptir máli að kunna að meta það sem er gott í okkar samfélagi og kristintrúin sé grunnstoðin. T.d. eins og að heyra það að það sem aðrir menn gjöri iður það skulu þið þeim gjöra. Börn læri þarna umhyggjusemi, kærleik og samkennd, segir Kristrún.

Það er virkilega hættuleg braut að unglingum sé leyft að vera á samskiptamiðlum eins og Tiktok, þar sé klám og ýmislegt ógeðfellt er sem börnin komist í, en enginn segir neitt við því.

Viðtalið við Kristrúnu má hlusta hér neðar.

One Comment on “Börnum meinaður aðgangur að Jesú Kristi”

  1. Guðleysingjar sem dvelja í myrkrinu hræðast hið sanna Ljós. Þess vegna er skiljanlegt að þeir hatist við Krist, sem boðaði kærleika og frið.

Skildu eftir skilaboð

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?