Orkuleysi hrjáir Bretland og Bandaríkin

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Loftslagsmál, Orkumál, Stjórnmál2 Comments

Bretland á aðeins níu daga gasbirgðir og Bandaríkin aðeins 25 daga birgðir af díeselolíu. Frá þessu hefur verið greint í fjölmiðlum erlendis undanfarna daga.

Breska blaðið Mirror hafði það eftir eiganda British Gas, sem varaði við því eftir að hann opnaði varageymslurnar fyrir veturinn að gasbirgðir Bretlands myndu aðeins endast í níu daga. Geymslurnar eru opnaðar þegar gert er ráð fyrir 50% aukinni orkunotkun að vetri. Til samanburðar ættu Þýskaland 89, Frakkland 103 og Holland 143 daga birgðir. Þegar hefur verið gefið út í Bretlandi að í „versta tilfelli“ gæti þurft að skammta orkunotkun í vetur.

Alvarlegt ástand að skapast í Bandaríkjunum

Í Bandaríkjunum eru díesel birgðir í sögulegu lágmarki miðað við árstíma, en einungis 25 daga birgðir eru til af eldsneytinu, sem notað er til að keyra flutningabíla, landbúnaðarvélar, hita hús o.fl. Frá því er greint hjá Yahoo Finance og The Economic Times.

Bensínbirgðir eru einnig í átta ára lágmarki og yfirmaður stærsta gasfyrirtækisins í New England-ríki hefur óskað eftir því við Joe Biden Bandaríkjaforseta að neyðaráætlun vegna orkuskorts verði virkjuð. Nú þegar er olía til hitunar skömmtuð á New York svæðinu og áhyggjur eru farnar að vakna vegna komandi vetrar á þéttbýlum köldum svæðum í Bandaríkjunum. Verðhækkana megi vænta á húshitun, vörum og þjónustu eftir því sem eftirspurn eykst í vetur.

Haft er eftir Goldman Sachs að helsta ástæða orkuskortsins séu lokanir á olíuvinnslustöðvum og vanfjárfesting undanfarinna ára í jarðefnaeldsneytisgeiranum. Einhverjar birgðir séu þó í hafi, á leiðinni til Bandaríkjanna, en sjóflutningar á eldsneyti taka nokkrar vikur.

Joe Biden hefur undanfarið ekki haft erindi sem erfiði við samninga um kaup á eldsneyti erlendis frá í því magni eða á þeim kjörum sem hann hefði óskað sér.

Tucker Carlson var harðorður yfir ástandinu í þættinum sínum í gær:

2 Comments on “Orkuleysi hrjáir Bretland og Bandaríkin”

  1. Það stefnir í algjört óefni í vetur. Mun fólk taka þessu ástandi þegjandi? Áhugaverðir tímar fram undan.

  2. Under the Trumps administration the USA became totally independent both on fuel and gas and matter of fact became the largest oil and gas exporter in the world for the first time in the history of the US. after the fake elections in 2020 the Biden Marxist administration closed down and banned all oil and gas drilling here in the US. sectary of the interior Deb Haaland a hardcore Marxist she is also the first Native American to obtain this powerful position and she has used her power to close all federal land leases for oil and gas drilling for her hate of white people, she is also in charge of the borders and for the past 2 years we have had over 2 million illegal immigrants walking straight across the borders all of them unvaccinated while vaccination is mandatory for our military. The US has always had a large oil reserves for emergency use or in a case of a big war but our Marxist administration has been emptying them out like there is no end exporting both gas and fuel to Europe and China of all countries. The meaning of all of those energy and food crisis happening is done by a design to smear the western world to its ground and they are doing a damn good job of it so far, Europe is literally bankrupt and will end up with no industry as they are one after another closing the door or leaving for China due to soaring energy prices and shortage the latest BSAF the largest chemical producer in the world closing its door in Germany and off to China, as we all saw the British pound crashed pretty badly next in line is the EURO then at last is the almighty Dollar and all of those currencies will become worthless in the end = PUTIN WON as the communism has planted their people in important and powerful political positions all over the western world for decades including Iceland, what to do what to do is the BIG question…..

Skildu eftir skilaboð