Kenning á netinu styður að Bretland hafi sprengt Nordstream gasleiðslurnar

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Úkraínustríðið1 Comment

Netverjar eru nú sumir sannfærðir um að Bretland í samvinnu við Bandaríkin, hafi látið fremja hryðjuverkið þar sem Nordstream neðansjávar gasleiðslurnar voru sprengdar í Eystrasalti þann 26. september sl.

Sú niðurstaða væri í samræmi við ásakanir rússneska varnarmálaráðuneytisins frá í gær, um að breski sjóherinn hafi tekið þátt í að „skipuleggja, undirbúa og framkvæma“ hryðjuverkið. Gasleiðslurnar sáu Evrópu, og þá sérstaklega Þýskalandi, fyrir orku.

Kim DotCom, sem er með tæplega milljón fylgjendur á Twitter, heldur því fram að Rússar hafi komist að því að Liz Truss, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi sent Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna símaskilaboðin „it's done“ sem gæti útlagst sem „búið og gert“, mínútu eftir að leiðslurnar sprungu.

Enginn hafi getað vitað af sprengingunni svo fjótt, en leiðslurnar fóru í sundur á um það bil 100 m dýpi úti fyrir Borgundarhólmi. Dönsk, sænsk og þýsk stjórnvöld hafa enn ekki viljað tjá sig um niðurstöðu rannsóknar sem fór fram á hryðjuverkinu.

Óskað hefur verið eftir rannsókn á síma Truss

Breska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að iPhone sími Liz Truss hafi verið „hakkaður“, og að málið þarfnist rannsóknar.

Kim DotCom vill ekki meina að síminn hennar hafi verið hakkaður, heldur að einhver hafi komist í iCloud skýjalausnina sem síminn hennar notar. Ekki hið einasta séu „Five Eyes“ leyniþjónusturnar með bakdyraaðgang að gagnasafni tæknifyrirtækja, heldur séu Rússland og Kína einnig með afbragðs mannskap og búnað til njósna.

Hann endar með því að gera grín að háttsettum embættismönnum sem kjósi að nota snjallsíma umfram sérstaka öryggissíma embættismanna. Twitter-færsluna má sjá hér:

One Comment on “Kenning á netinu styður að Bretland hafi sprengt Nordstream gasleiðslurnar”

  1. Hverjir höfðu hag í því að sprengja Nordstream gasleiðslurnar? Ekki Rússar, svo líklegustu sökudólgarnir eru …

Skildu eftir skilaboð