Andlát af völdum Covid ofskráð um næstum 40% í Finnlandi

frettinCOVID-19, ErlentLeave a Comment

Dauðsföll af völdum Covid-19 eru ofskráð í Finnlandi. Í næstum 40 prósentum „Covid-tengdra dauðsfalla“ var raunveruleg dánarorsök ekki Covid eftir allt saman.

Samkvæmt Heilbrigðisstofnun Finnlands (THL) hefur meðalaldur dauðsfalla af völdum Covid hækkað í 85 ár. Heilabilun og aðrir sjúkdómar sem leiða til sjúkrahúslegu hafa stuðlað að dauða margra.

Að sögn Sirkka Goebeler, leiðandi sérfræðings hjá THL er Covid ekki raunverulega dánarorsökin í allt að 40 prósent skráðra Covid dauðsfalla. Opinbenber dánarorsök er ekki skráð sem andlát af völdum kórónuveirunnar í þessum tilfellum. Í deildinni sem Goebeler starfar eru öll finnsk dánarvottorð skoðuð áður en þau eru send til Hagstofu Finnlands.

Opinber fjöldi skráðra dauðsfalla af völdum Covid í Finnlandi var 6.407 í síðasta mánuði. Tölfræðin nær yfir öll dauðsföll sem áttu sér stað innan 30 daga frá jákvæðu kórónaveiruprófi.

Samkvæmt Goebeler, er í 3.953 af þessum 6.407 tilfellum Covid skráð sem aðal dánarorsök. Í 1.579 tilfellum hefur læknirinn komist að þeirri niðurstöðu að Covid hafi átt þátt í dauðsfallinu en í um það bil 900 tilfellum sem skráð eru sem Covid tengd dauðsföll, inniheldur endanlegt dánarvottorð alls engar vísbendingar um kórónuveirusýkingu.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðeins þau dauðsföll þar sem Covid er skráð á dánarvottorð sem helsta dánarorsök, skráð sem slík hjá hagstofunni, þ.e.a.s. dauðsföll af völdum kórónuveirunnar.

Finnski miðilinn Yle segir frá.

Skildu eftir skilaboð