Foreldrar í Wales hafa stefnt yfirvöldum – kynfræðsla skal vera skyldufag frá 3 ára aldri

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, KynjamálLeave a Comment

Stjórnvöld í Wales vilja gera kynfræðslu (relationship and sex education - RSE) að skyldufagi frá 3 ára aldri og foreldrar hafa stefnt þeim fyrir dóm. Málið er nú rekið fyrir High Court í London. Fulltrúi stjórnvalda í Wales segir að málið sé byggt á misskilningi - börnin eigi aðeins að fá fræðslu er hæfi aldri þeirra. Lögfræðingur foreldra segir um RSE kennsluna, samkvæmt frétt í Telegraph, að foreldrar eigi ekki von á skyldukennslu í LBGTQ+ fræðum frá þriggja ára aldri þegar þeir sendi börn sín í skóla. Hann segir að mönnum sé velkomið að kenna um LGBTQ+ en foreldrar sem trúa því að kynin séu aðeins tvö ættu að hafa kost á hefðbundinni kennslu. Hér virðist í gangi sama barátta og í Bandaríkjunum, yfirvöld skólamála telja sig hafa allan rétt til stjórna því hvað sem sé kennt en foreldrar mótmæla því að börnunum séu innrætt gildi sem þeim séu framandi.

Foreldrar, mest mæður, hafa mótmælt fyrir framan þinghúsið og er þeir sáu engan fréttamann frá BBC þá röltu þeir þangað og héldu mótmælunum áfram. Eins og vænta mátti þá sýndi BBC þeim mótmælum ekki heldur áhuga. Á myndbandi er birt var á TikTok má sjá stutt viðtöl við mótmælendur. Móðir segir að þær séu fyrstu kennarar barna sinna og að foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvernig þessari kennslu skuli háttað, það sé hjúpað leynd.

Foreldrar mótmæla fyrir utan þinghúsið

Breskir foreldrar hafa líka mótmælt því að dragdrottningar fengju að lesa fyrir börn, 3-11 ára, á bókasöfnum.  Í Reading í sumar mótmælti lítill hópur fyrir framan bókasafn en tvær mæður komust inn og hleyptu upp samkomunni með háværum mótmælum. Meðal annars kölluðu þær: "Þið leyfið tælingar barna, þetta er ógeðslegt, vitið þið hvað autogynophilia er?" Autogynophilia er það kallað er karlar örvast kynferðislega við að hugsa um sig sem kvenkyns. Öryggisverðir fylgdu þeim út, og viðstaddir fögnuðu. Þessi undarlegi siður að dragdrottningar lesi fyrir börn á bókasöfnum virðist algengur í BNA og þekkist víðar, svo sem í Svíþjóð. 

Skildu eftir skilaboð