Einar svíkur okkur um hitabylgju

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Í sumar lofaði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur okkur tíðari hitabylgjum. Hann sagði:

Ég held að það sé al­veg ljóst að þess­ar hita­bylgj­ur verða alltaf tíðari í Evr­ópu og víðar. Menn tengja bæði aukna tíðni hita­bylgj­anna og mátt þeirra við loft­lags­breyt­ing­ar.

Fimm mánuðum síðar boðar Einar mesta kuldahretið á þessari öld.

Er það þannig að loftslagsbreytingar gilda aðeins í sex mánuði eða skemur? Eða eru loftslagsbreytingar aðeins að verki yfir sumarið?

Kannski að loftslagsbreytingar séu hátíðlegt orðalag yfir veður? Sem við vitum að er eitt í dag og oft annað á morgun. Nema í hitabylgju og kuldahreti; þá koma nokkrir dagar með samfelldu veðri.

Samkvæmt fræðunum er loftslag meðaltalsveður í 30 ár eða lengur. Talað er um miðaldahlýskeiðið frá um 900 til 1300 og litlu ísöld í sex hundruð ár þar á eftir. Þegar þannig er tekið til orða er átt við að tiltekið tímabili er hlýrra eða kaldara en tímabil á undan eða eftir.

Á seinni tíð er aftur farið að tala um loftslagsbreytingar ef hlýindi standa yfir í nokkra daga eða lengur. En ekki þegar kuldaboli ríkir; þá heitir það veður. Ástæðan er að fólk sem ekkert veit um veður er sannfært um að það sé manngert helvíti og heitt eftir því. Heimska fólkið harmar hlýindi eins og tröllin dagrenningu.

Veðurfræðingar, sem láta sér annt um orðsporið, ættu að temja sér tungutak fræðanna og tala um veður en láta Grétur frá Tungubergi um loftslagshamfarir á morgun þegar hitastigið verður annað en það er í dag.

One Comment on “Einar svíkur okkur um hitabylgju”

Skildu eftir skilaboð