ESB borgarar skattlagðir fyrir losun kolefnis – fyrirtæki geta áframselt losunarkvóta

frettinLoftslagsmál, OrkumálLeave a Comment

Samkomulag hefur náðst um stærsta loftslagspakka ESB frá upphafi.

Íbúar Evrópusambandsins munu þurfa að borga skatt fyrir þær gróðurhúsalofttegundir sem þeir losa. Það þýðir að í hvert skipti sem þeir taka eldsneyti eða kveikja á hitanum þarf að borga fyrir skaðleg efni sem losna við það.

Fólk sem einangrar hús sín vel, kaupir hitadælu eða skiptir yfir í rafmagnsbíl getur fengið styrki úr sérstökum sjóði. Það verður líka til sjóður fyrir þá sem hafa minna á milli handanna. Meira en 86 milljarðar evra eru til ráðstöfunar í sjóðnum.

Losun koltvísýrings verður að minnka um meira en helming

Aðgerðirnar eru hluti af lögum um loftslagsmál. Fyrir árið 2030 þarf að draga úr losun koltvísýrings um 55 prósent. Evrópskur iðnaður, sem þegar þarf að hluta til að fara eftir þessu, mun þurfa að takast á við hærri losunarkostnað og fyrirtæki sem starfrækt eru utan Evrópu munu þurfa að greiða aukalegan kostnað fyrir losun sína fyrir vörur sem þau flytja til Evrópu. Fjármunum sem aflað er með þessu gjöldum má verja í loftslagsáætlanir.

Borgarar og fyrirtæki munu þurfa að greiða fyrir CO2 fyrir losun og útblástur frá skorsteinum. Gjaldið verður innheimt í gegnum orkufyrirtæki og dælustöðvar. Fyrirtækin þurfa að borga fyrir losunarheimildir og rukka síðan viðskiptavininn um kostnaðinn.

„Ég er ánægð með að samkomulag hafi náðst um stærsta loftslagspakka ESB frá upphafi,“ sagði Evrópuþingmaðurinn Esther de Lange (CDA). Hún var ein af samningsaðilum og bar ábyrgð á samhæfingu Græna samningsins og var einnig aðalsamningsaðili um Loftslagssjóðinn.

„Með þessum samningi erum við að draga verulega úr losun í Evrópu, en á samfélagslega ábyrgan hátt án þess að skaða evrópskan iðnað. Innleiðing ETS (Emissions Trading Systems) fyrir samgöngur og heimili er nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum okkar. Þetta er ekki hægt að framkvæma án félagslegra aðgerða, svo að hægt verði að hjálpa fólki í gegnum þessi umskipti, þar sem evrópsk fyrirtæki og heimili standa nú þegar frammi fyrir fordæmalausu háu orkuverði.

Undanfarna daga hefur verið rætt og fundað um þrjár stórar loftslagsáætlanir sem þarf að samræma: CBAM, ETS og Social Climate Fund.

Í Evrópu er stóriðjunni aðeins heimilt að losa það sem hún hefur CO2 heimildir fyrir. Þetta er kallað ETS, (viðskipti með losunarheimildir (sjá mynd hér að neðan). Á hverju ári ákveður ESB hversu mörgum af þessum svokölluðu CO2 vottorðum megi útdeila. Magn losunarheimilda minnkar með hverju ári þannig að losun í Evrópu minnkar.

Fyrirtækjum er heimilt að eiga viðskipti með þessar heimildir, þess vegna heitir kerfið „viðskipti með losunarheimildir“. Ef framleiðsla fyrirtækis er hagkvæm getur það selt réttindi til mengandi fyrirtækja sem þurfa að losa meira. Hagkvæmari fyrirtækin eru því arðbærari og það er fjárhagslegur hvati til að vera með sjálfbæra framleiðslu.

Óttast var að þetta kerfi yrði til þess að fyrirtæki myndu yfirgefa Evrópu þar sem fyrirtækin þurfa að greiða aukalega fyrir losun sína verða vörur þeirra dýrari en hjá fyrirtækjum utan Evrópu. Vegna þessarar ósanngjörnu samkeppni gætu fyrirtækin ákveðið að flytja sig frá Evrópu. Því fékk iðnaðurinn hluta af réttindum sínum ókeypis og hlaut styrki. Að hluta til vann þetta gegn þeim fjárhagslega hvata til að verða sjálfbærari.

ESB hefur fundið lausn á þessu: CBAM (sjá mynd neðar). Um leið og mengandi fyrirtæki utan Evrópu vilja selja vörur sínar í Evrópu borga þau losunarskatt við landamærin.

Fyrir nokkrum árum reiknaði fyrirtækið Milieu Centraal út að Hollendingar bæru ábyrgð á þrisvar sinnum meiri koltvísýringslosun en meðalborgari heimsins.

Eins og staðan í dag mun áætlunin taka gildi árið 2027, og Félagslegs loftslagssjóðurinn ári fyrr. Gert er ráð fyrir að um lágar fjárhæðir verði að ræða fyrir borgarana.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð