Jólapakkinn til Úkraínu: meira stríð

frettinPáll Vilhjálmsson, Úkraínustríðið6 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Vopnapakkinn sem Biden bandaríski gaf Selenskí Úkraínuforseta er meira stríð. Yfirhershöfðingi Úkraínuhers, Valery Zaluzhny, hvetur til harðari refsinga gegn liðhlaupum, sem vilja ekki fórna lífi fyrir rússneskumælandi land.

Stríðið í Úkraínu er 300 daga. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir stríðslokum í vor. Líklega hafa um 150 þúsund týnt lífi. Fjöldi örkumlaðra og alvarlega særðra er sennilega 200 þúsund. Um 350 þúsund týnd og ónýt líf fyrir hvað?

Jú, land, segir æðsti foringi úkraínska hersins, Zaluzhny. ,,Ef ég fæ frá vesturlöndum 300 skriðdreka, 600 til 700 brynvagna og 500 fallbyssur gæti ég fært landamærin aftur til 23. febrúar, áður en innrás Rússa hófst."

Generállinn fær aldrei vopnabirgðirnar sem hann þarf til að hrekja Rússa frá þeim hluta Úkraínu sem er rússneskumælandi. Vopnin er ekki til.

Zaluzhny fær ekki stálið til að sigra og hann kvartar undan liðhlaupum, sem ekki vilja stríða. Í viðtalinu þar sem Zaluzhny biður um vopnin, er birtist upphaflega í Economist 15. desember, segist herforinginn ekki enn tilbúinn að halda Mannerheim-ræðu yfir herliði sínu.

Hvaða Mannerheim-ræðu?

Mannerheim var finnskur starfsbróðir Zaluzhny í vetrarstríðinu við Sovétríkin 1939-1940. Stríðið hófst vegna landakröfu Sovétríkjanna sem vildu tryggja öryggi Pétursborgar sem þá hét Leníngrad. Í staðinn var Finnum boðið annað svæði á landamærum ríkjanna. Finnar neituðu, stríð hófst. Friður var saminn 13. mars 1940, Sovétríkin fengu það sem þau vildu en Finnar ekkert.

Daginn eftir friðarsamninga flutti Mannerheim yfirhershöfðingi Finna ræðu yfir hermönnum sínum til að útskýra fórnir tugþúsunda fyrir ekkert. Við vorum ekki í stakk búnir að heyja stríð við stórveldi, loforð um vestrænan stuðning voru ekki efnd, sagði sá finnski. Hljómar kunnuglega.

Ég er ekki enn tilbúinn að flytja Mannerheim-ræðu, segir Zaluzhny. En hann þykist vita að til þess komi. Annars væri finnska uppgjafarræðan ekki í huga þess úkraínska.

Stríð lúta hörðum lögmálum. Eitt lögmálið er að sá voldugri sigrar þann veikari. Annað er að samningsstaða þess er halloka fer versnar er teygist úr stríðinu. Úkraínumenn voru tilbúnir til samninga í mars - en þá barst þeim vestrænt loforð um aukinn stuðning ásamt hótun um að engin aðstoð kæmi yrði saminn friður.

Þriðja lögmálið er að valdhafar með veikari stöðu geta ekki samið af ótta við stjórnarbyltingu nema vígstaðan sé gjörtöpuð. Ef hernum er ekki slátrað á vígvellinum sækir hluti hans heim Zaluzhny herforingja og Selenskí forseta og lætur þá finna til tevatnsins. Enn á úkraínski herinn mannskap til að etja á foraðið, láta þá blæða út í stríði sem var tapað fyrirfram.

Stærstu mistökin voru að láta koma til stríðs. Það var búið að semja, Minsk I og II. En það voru jú vestrænu loforðin, gomma af peningum og mikið stál. Valdhafar í Kænugarði sáu sig sem vestræna frelsara í austurvegi. Um leið urðu þeir stórríkir. Freistingin var of mikil til hægt væri að standast hana; stríð færir sigurvegaranum herfang og orðstír.

Rússar eru 145 milljónir, Úkraínumenn rúmar 40. Rússar eiga kjarnorkuvopn, Úkraína ekki. Engin geimvísindi þarf til að sjá fyrir niðurstöðuna. Frjálslyndir og vinstrimenn annars vegar og hins vegar kaldastríðshaukar vildu stríð. Þeir búa á vesturlöndum og sjá ekki bræður sína og syni verða að fallbyssufóðri. Þeir herskáu eru aftur ósparir á loforðin.

Þýska hægrikonan Alice Weidel líkir hugarfari stríðsæsingamanna við ráðandi sjónarmið í upphafi fyrra stríðs. Löngun í smáskærur leiddi Evrópu í blóðugt heimsstríð í tveim þáttum, fyrri og seinni heimsstyrjöld. Stríðsæsingurinn var mestur hjá þeim sem ekki fóru sjálfir á vígvöllinn. Óábyrgt, segir sú þýska. Það er háttvíst orðalag á hatursblinda heimsku.

Hægrimenn af íhaldsætt eru sá pólitíski hópur sem sér í gegnum klisjur hermangaranna. Tucker Carlson sallaði niður í fáránleika skrautsýninguna sem var heimsókn Selenskí á Bandaríkjaþing.

Selenskí getur þegið hvaða jólagjöf sem vera skal frá Biden bandaríska. Zaluzhny mun flytja Mannerheim-ræðuna fyrr heldur en seinna.

6 Comments on “Jólapakkinn til Úkraínu: meira stríð”

  1. Það verður spennandi að fylgjast með hvað gerist á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu á næstu dögum, en þó einkum rétt eftir jólin (7. janúar að okkar tímatali).

    Þeir félagar Pútin og Lúkasjenkó hittust á fundi í Minsk nú í vikunni og fór afar vel á með þeim að venju. Að vísu gat Lúkasjenkó ekki stillt sig um að minnast á eitt vandamál sem landar hans væru ekki par sáttir með, en það sé verðið á gasi til almennings. Við hér í Hvíta-Rússlandi erum að borga 140 rúblur fyrir rúmmetrann, á meðan að rétt handan landamæranna ykkar megin, í Smolensk, þá eru þeir bara að borga 80 rúblur, sagði leiðtoginn. Nú, það var ljótt að heyra, sagði Pútin, sem ætíð er mjög sanngjarn og réttsýnn maður eins og flestir vita, um leið og hann lyfti tólinu, sló eitt stutt símtal á þráðinn í austurátt, og tilkynnti svo vini sínum: Málið er leyst !

    En að öllu gamni slepptu, þá eru þeir félagar nú búnir að stilla upp um 150’000 manna liði við úkraínsku landamærin, sem eru tæplega 500 km löng, á meðan að hinumegin geta andstæðingarnir ekki teflt fram nema fjórum BTG (Battle Tachtical Group) sem telur um 8’000 manns hver, þannig að liðsmunurinn er mikill. Sumir hernaðarsérfræðingar (hinn bandaríski McGregor ofursti t.d.) mæla með því að liðið klippi Úkraínu í tvennt, með því að stefna sókninni viðstöðulaust beint í suður til Moldóvu (aðeins 225 km) og rjúfa þannig alla birgðaflutninga til Úkraínu úr vestri.
    Aðrir sem þekkja betur til rússnesks þankagangs, telja að sókninni verði hins vegar fremur stefnt í sveig í suðausturátt, suður fyrir Kænugarð, leið sem er afar greiðfær eftir að frostið er skollið á, og þar með mundu bæði sú borg og Kharkov væntanlega falla bæði fljótt og vel.

    Semsagt, spennandi dagar í vændum.

  2. Til að koma á friði þarf að hrekja Rússa á brott frá Úkraínu. Rússar eru ekkert að fara að hætta þessari gersamlega óréttlæganlegu innrás sinni í Úkraínu nema þeir verði þvingaðir til þess. Það versta sem getur komið fyrir íbúa Úkraínu er að Rússum takist að hernema landið. Ef svo illa fer munu 40 milljónir manna þurfa að búa við helvíti hernáms Rússa og síðan stjórn leppstórnar þeirra.

    Það felst mikill hroki í því hjá Birni Jónssyni að tala um það sem spennandi tíma að Rússar muni slátra saklausum Úkraínumönnum í stórum stíl og koma þeim í það helvíti sem það að þurfa að búa við Rússneskt hernám mun verða.

    Það eru Rússar sem eiga alla sök á þessu stríði. Það voru þeir sem réðust inn í landið án þess að nokkuð kallaði á innrás eða nokkuð gæti réttlætt hana. Þeir einir geta stöðvað stríðið með því einfalelga að hætta þessari gersamlega óréttlætanlegu innrá og hypja sig heim. Það munu fáir sakna þeirra.

    Það er marg búið að spá Úkraínumönnum tapi í stríðinu en það hefur ekki gerst enn. Við verðum bara að vona að kraftaverkið gerist og þeim takist að hrekja Rússa úr landi sínu. Maður verður að vona að illu öflin verði ekki ofan á. Það að lúffa alltaf fyrir þeim er bara ávísun á meiri yfirgang og frekari innrásir Rússa í nágrannaríki sín.

    Það er rétt sem Zelenski sagði að baráttang gegn Rússum er barátta fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum.

  3. Athyglisvert Björn hversu stríðið hefur misst vægi hjá MSM og nú eru þeir að reyna að búa til nýtt stríð milli Kosovo og Serba.. Allt gert til að fá athyglina frá því sem er að gerast í Úkraníu – Svo er athyglisvert að sjá hvað mun gerast með hvort UAE og Saudar fái inngöngu í Brics en það mun líklega gera útslagið með dollaran sem petrodollar. 2023 verður án efa geðveikt ár þar sem fjármálahrun verður triggerað og ný veira mun gera sig líklegan í Brasilíu úr smiðiju Bill Gates. Allavega á ég von að ég verði aftur atvinnulaus á nýju ári miðað við hvað Glóbalistarnir ætla sér.. Um að gera er að njóta augnabliksins og hugsa jákvætt eiginlega eina sem maður getur gert á þessu leiksviði fárangleikans.

  4. Takk fyrir þetta Trausti,

    UPPFÆRT: Lúkashenko brá sér skyndilega til Moskvu, til skrafs og ráðagerða í gær, og nú er búist við því að aðgerðin frá Hvíta-Rússlandi muni hefjast á ALLRA NÆSTU DÖGUM, fyrir okkar áramót, en ekki fyrir jól rétttrúnaðarkirkjunnar 7. jan), eins og flestir sérfræðingar töldu víst fyrir aðeins örfáum dögum.

    BRICS stendur nú þegar mjög illa eftir nánast útgöngu Brasilíu, þegar Lula, dindill Bandaríkjanna komst til valda þar í kolfölsuðum kosningum. Indland er einnig orðið mjög tvístígandi, Modi forsætisráðherra þeirra afboðaði fyrirvaralaust sinn árlega fund með Pútin nú um hátíðarnar, og þeir leiðtogarnir áttu bara með sér stutt símtal í staðinni. Augljóst er að Indverjarnir hafa verið beittir gífurlegum þrýstingi, engin verðlaun fyrir að giska rétt á hvaðan.

  5. Takk fyrir þessar upplýsingar Björn. Hefur þú tekið eftir því að fréttir frá Brasilíu hafa „stöðvast“ allt í einu.. Á erfitt með að fá einhverjar upplýsingar þaðan. Ég tel að borgarastyrjöld sé annaðhvort í gangi eða herinn mun taka völdin.. Mér líkar illa að fá engar fréttir þaðan…

Skildu eftir skilaboð