Stoltenberg segir NATO og ESB hafa tæmt vopnabirgðir sínar fyrir Úkraínu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Úkraínustríðið, Utanríkismál4 Comments

„Kannski ætti ég að byrja á að segja að það er rétt hjá þér að NATO- og ESB ríkin hafi tæmt [vopna] birgðir sínar til stuðnings Úkraínu og að það hafi verið rétt að gera það“, sagði Jens Stoltenberg á sameiginlegum fréttafundi með Charles Michael, forseta Evrópuráðsins og Ursulu van der Leyen, framkvæmdastjóra ESB í Brussel í morgun.

Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Úkraínsku fréttastofunnar, sem spurði hvort að stofnanirnar treystu sér til að afhenda vopnabirgðir tímanlega, þar sem átökin í Úkraínu hafa verið umfangsmikil og hafi dregist á langinn.

Stoltenberg hafði á fundinum sagt að NATO ríkin verði að styrkja samstarf sitt, styrkja samvinnu NATO og ESB, og styðja áfram við Úkraínu.  Hann tilkynnti jafnframt um undirritun þriðju sameiginlegu yfirlýsingar NATO og ESB, sem miðaði að frekara samstarfi. Áður höfðu bandalögin undirritað sameiginlegar yfirlýsingar árið 2016 og 2018.

„Í heimi vaxandi strategískrar samkeppni, ögra alræðissinnaðir aðilar hagsmunum okkar, gildum og lýðræðislegum meginreglum. Með hernaðarlegum, en einnig pólitískum, efnahagslegum og tæknilegum aðferðum. Vaxandi framhleypni og stefna Kína felur í sér áskoranir sem við þurfum að takast á við.“
 

Hann kvaðst sannfærður um að Svíþjóð og Finnland yrðu fullgildir aðilar að NATO, jafnvel þó að sænski forsætisráðherrann hafi sagt síðast á sunnudag að „Tyrkland krefjist skilyrða [fyrir inngöngu] sem við viljum ekki og getum ekki uppfyllt“.

4 Comments on “Stoltenberg segir NATO og ESB hafa tæmt vopnabirgðir sínar fyrir Úkraínu”

  1. Gegnumbrot Rússa í dag við bæinn Soledar sem er aðeins spölkorn norður af „hakkavélinni“ í Bakhmut, þar sem hvorugum hefur orðið neitt ágengt mánuðum saman.

    Soledar er nú í herkví á þrjá vegu, og engin leið lengur að koma þangað varaliði, vistum né skotfærum. Þó er uppgjöf Úkraínumanna ekki alveg í sjónmáli, því þeir hafast við neðanjarðar í 3 gömlum saltnámum, þar sem nægum birgðum hefur sjálfsagt verið komið fyrir vegna væntanlegs umsáturs. Eftir að Soledar er fallin, þá eiga hvorki bærinn Séversk þar skammt fyrir norðan, né Bakhmut sunnan megin sér tæpast viðreisnarvon, þannig að hrun austurvígstövanna gæti verið í sjónmáli.

    Þess utan er Vetur konungur er nú kominn til skjalanna af fullum þunga, með sitt 7°C frost á daginn, en 12-13°C á nóttunni.

    Það verður því líklega engin þörf fyrir vopnin úr galtómu NATO-vopnabúrunum þegar allt kemur til alls.

  2. UPPFÆRT: Það voru ekki (endilega) Rússar sem náðu bænum Solidar á stitt vald í gær, heldur Wagner-meistarasöngvararnir (ekkert vitað um þjóðerni þeirra), en þeir greina nú frá því að í stað harðvítugrar baráttu við saltnámurnar og hina víggirtu járnbrautarstöð í útjaðri bæjarins sem þeir bjuggust við, þá mæti þeir engri mótspyrnu og að andstæðingarnir séu hreinlega horfnir, eins og jörðin hafi gleypt þá…..

    Það er vitað að baráttuandi úkraínskra hermanna og útlendra málaliða hefur farið ört þverrandi að undanförnu, einkum í „hakkavélinni“ og þar í grennd, en að yfirgefa heilt bæjarfélag mótspyrnulaust, það hefur aldrei gerst fyrr.

  3. Steini, það má vera að hann sé hataður í Úkraínu, enn hann á góðan vin á DV. Zelenski er idolið hans Kristjáns (skítadreifara) Kristjánssonar á DV, ef tekin eru mið af öllum fantasíu skrifum hans er nokkuð ljóst að Kristján myndi totta skaufan á Zelenski fyrir ekki neitt og fá sjálfur fullnægingu í leiðini!

    Ég er altaf að bíða eftir því að pennarnir hér á Fréttini hlaði í einn góðan pistil um þennan Kristján blaðramann á DV, eins og ég hef áður sagt hef ég aldrei á ævinni séð annan eins blaðamann (blaðramann) það er í raunini ótrúlegt að maðurinn fái laun fyrir þessi skrif. Ég myndi segja að Kristján sé meira mótmælandi heldur enn blaðamaður og hann ætti að drífa sig austur í Úkraínu og berjast með vinum sínum þar svo hann geti fengið útrás fyrir fantasíur sínar

Skildu eftir skilaboð