Eftir Arnar Sverrisson sálfræðing:
Hinn bresk-bandaríski, Andrew Tate (f. 1986), er fyrrum áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, beinskeyttur og kjaftfor. Andrew hefur nú verið gerður útlægur af þessum miðlum sökum „kvenfyrirlitningar,“ þó ekki af Twitter, samkvæmt kvenfrelsaranum, Ólöfu Ragnarsdóttur, á fréttastofu RÚV (16. jan. 2023).
Ólöf gefur ófagra kvenfrelsunarlýsingu á Andrew, þegar hún greinir frá handtöku hans í Rúmeníu fyrir nauðgun, mansal og auðgunarglæpi. (Minnir óneitanlega á ákærur sænsku lögreglunnar á hendur Julian Assange.)
En í samtali Andrew Tate við Tucker Carlson, lætur Andrew að því liggja, að hann sé umræðunnar sláttumaður og segir m.a.: „Ég er útlægur gerður [af samfélagsmiðlum] einfaldlega vegna þess, að í ljáfarinu var umtalsverður hluti viðmælenda, sem lýstu stuðningi við hefðbundin karlgildi. Unglingspiltar og ungir karlmenn [snemma á þrítugsaldri] litu upp til mín og þráðu að líkjast mér.
Ég lifi bara hefðbundnu lífi karlmanns. Ég á hraðskreiðar sjálfrennireiðar, stórt hús, sand af seðlum og íðilfagra kærustu. Þetta þótti þeim [samfélasmiðlum] ógnandi. Og einhverra hluta vegna tóku þeir ákvörðun um að koma mér fyrir kattarnef veraldarvefsins og setja í staðinn einhvern þann, sem þeim þykir heppilegri fulltrúi þess, sem þeir þykjast aðhyllast. …
Snúið að vera karlmaður
Að mínum dómi er afar snúið að vera karlmaður. Áskoranir karla eru ekki virtar viðlits. Þeir, sem veröldinni stjórna, þykjast bera hag karlmanna fyrir brjósti. En þegar baráttumenn eins og ég birtast á sjónarsviðinu og öðlast um síðir gríðarlegt fylgi meðal almennings, er ég þaggaður í hel. …
Fjöldi pilta, sem vex úr grasi um þessar mundir, eru vansælir með þessa [karlbælingar]þróun. Þeir eru gerðir ósýnilegir. Áætlanir (agendas), sem troðið er ofan í kok þeirra, eru þeim framandi […] og óumbeðnar.
Í grundvallaratriðum segi ég einungis þetta við karlmenn: Sjáið til! Lífið er barátta, því verður þú að leggja hart að þér og stunda líkamsrækt, heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Þú ættir að láta sem vind um eyru þjóta eða hlusta með gagnrýnu hugarfari á allt, sem þér er sagt, kasta þrælslundinni fyrir róða, og tileinka þér sjálfstæða hugsun.
Stofnaðu til samvinnu í bræðralagi og hafnaðu slæmum förunautum í lífinu. Það felur í sér að sniðganga karlmenn, sem neyta eiturlyfja og stunda tölvuleiki eða sýna óheiðarleika eða óheilindi.
Leggðu þig fram um að laða til þín vænt fólk og viturt (high quality) og skapa þér raunveröld, sem auðveldar andóf gegn kerfisinnrætingu (matrix) og stuðlar að eiginlegri hamingju.“
Veldur kennslukonum taugatitringi
Andrew þessi hefur valdið gríðarlegum taugatitringi hjá kennslukonum í Bretlandi. T.d. segir Alice Evans, í grein í BBC:
„Við verðum öll að leggjast á eina ár og styðja unga karlmenn til endurskilgreiningar á karlmennskunni – firra sig eitraðri hugmyndafræði Tate og annarra úr hans sauðahúsi.“
Eins og allir vita, miðar kvengervingu drengja býsna vel, víðast hvar á Vesturlöndum, ekki síst í Bretlandi og Íslandi. Þar er lögð er ofuráhersla einmitt á innrætingu í skóla, sbr. Kynungabók þá, sem Katrín okkar allra lét vinkonur sínar vinna í boði skattgreiðenda.
Breskir eiga líka sína Kynungabók, sem bergmálar hræðslu téðra kennslukvenna við Andrew. Bókin sú eða skýrslan kom út árið 2022 og heitir :„Staða drengja í Breska konungsveldinu. Skilningur kyns í lífi breskra drengja og umbreyting þess“ (The State of UK Boys. Understanding and Transforming Gender in the Lives of UK Boys).
Skýrslan er gefin út af „Alheimsfrumkvæðinu gagnvart drengjum“ (Global Boyhood Initiative), sem stofnað var árið 2020 af Kering stofnuninni (Kering Foundation), Equimundo (áður Promundo-US) í samvinnu við Alþjóðaáætlunina (Plan International) og Gillette, sem er samstarfsaðili á alþjóðavísu.
Kvengervingarsamtök
Alheimsfrumkvæðið hefur það „að markmiði, að leiðbeina drengjum til að; veita hlutdeild í tilfinningum sínum á heilbrigðan hátt; viðurkenna aðra og tengjast þeim; stíga á stokk og mótmæla dólgshætti og ójafnrétti; losa sig undan staðalímyndum.“ Vafalítið er þar átt við staðalímyndir af körlum. Þessi kvengervingarsamtök hafa gefið út fleiri skýrslur, skrifaðar í anda sömu hugsjónar, sbr. heimasíðuna.
Heróp Kering stofnunarinnar er: „Stönsum ofbeldi. Bætum líf kvenna. … Upprætum ofbeldi, sem þriðjungur kvenna í veröldinni verður fyrir.“ Þetta segir líklega flest það, sem segja þarf um þau samtök.
Equimondo eru miðstöðvar karlmennsku og félagslegs réttlætis, þar sem félagar hafa, síðan 2011 „stuðlað að nærandi, réttsýnni og ofbeldisfirrtri karlmennsku.“ Köllun samtakanna er sú, „að koma á jafnrétti kynjanna og félagslegu jafnrétti með því að rjúfa skaðsemivítahringi kynslóðanna og stuðla að hegðun, sem lýsi umhyggju, samúð og ábyrgð í fari drengja og karlmanna á lífsleiðinni.“
Alheimsáætlunin snýst í aðalatriðum um að hlúa að stúlkum: „að hafa … áhrif á viðkvæm utangarðsbörn, sérstaklega stúlkur, að styrkja í meiri mæli tækifæri til breytinga, staðbundið og alþjóðlega, til að umbreyta lífi stúlkna.“
Ofangreind samtök lýsa sér sem mannúðar eða mannvinasamtökum. Ég hef ekki fundið, hverjir leggja til fjármagnið í reksturinn. En markmiðin ríma við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, markmið Alheimsefnahagsráðsins, löggjöf Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og Íslands.
Umrædd skýrsla er eins og Kynungabók og ritröðin, „Kynjamyndir í skólastarfi,“ (höfundar nokkrir þeir sömu), nokkurs konar vegvísir handa kennurum, uppalendum og öðrum, sem vilja uppræta eitraða karlmennsku. Lesanda býður þessi boðskapur:
„Snemma skal krókinn beygja, ef koma skal á jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi og mismunun af öllu tagi. Því þarf að virkja drengi, þegar þeir fá innrætingarboðskap um, hvað felst í því að vera drengur eða karlmaður.“
Lesendur eru beinlínis varaðir við þeirri ofuráherslu, sem lögð er á rannsóknarniðurstöður þess efnis, að karlar og drengir geti verið fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, enda þótt þeir hafi mál Johnny Depp og Amber Heard í fersku minni.
Hins vegar er mikil áhersla lögð á upprætingu kynja með skírskotun til kynskipta- eða kynleysuhyggju (transgenderism) og hug- eða félagssmíðahyggju (social constructivism). Skýrsluhöfundar benda á, að kyn hafi ekkert með kynfæri, kynvaka eða annað lífeðli að gera.
Kyn skoðað sem félagslegt kyn
„Kyn er skoðað í ljósi hugtaksins um félagslegt kyn, þar sem tengsl einstaklings og umlykjandi félagslegra valdamynstra koma í brennidepil. Það felur í sér, að kyn sé ekki bundið kynfærum, kynvökum eða [öðrum] lífeðlislegum þáttum – reyndar er það svo, að margir fræðimenn draga í efa, hvort „meðfædd“ (biological) einkenni séu í raun til, óháð því samfélagi, sem ljær þeim merkingu.
Þvert á móti, lýsir kynhugtakið; hvernig kyn er mótað; hvernig samfélög flokka, skipuleggja og stjórna tegundum (category) kynja; menningarskilningi á kynhlutverkum; einstaklingsbundinni kynvitund; og hvernig einnig má taka sér fleiri en eina tegund kynferðis.“
Umsögn Janice Fiamengo um skýrsluna er þessi:
„Í skýrslunni er gersamlega ekkert jákvætt að finna um karlmennsku. Henni er ýmist lýst sem „eggjandi valdi,“ „drottnunargjarnri“ og „kúgandi.“ Það er meira að segja gripið til hugtaksins „strákkjánapriks“ (boysplaining) til að skrumskæla, hvernig drengir eru sagðir koma fyrir sig orði.“
Skelfing kennslukvennanna og samfélagsmiðla vegna áhrifa Andrew er skiljanleg. Meint „kvenfyrirlitning“ hefur líka komið í ljós gagnvart umhverfisgyðjunni, Grétu Thunberg, sem Andrew gerir góðlátlegt grín að. Það bætir ekki úr skák.
Nú er að sjá, hvernig þessum groddalega spaugara reiðir af í dómskerfinu. Hann er greinilega orðinn fleirþjóðlegur glæpamaður. Ólöf segir, að hald hafi verið lagt á eigur hann til að greiða meintum þolendum mansals og nauðgana skaðabætur. Og ekki lýgur Ólöf!
Tilvísanir og heimildir með grein Arnars má finna hér.
3 Comments on “Konungur eitraðrar karlmennsku – Andrew Tate og skólinn”
Michael Snyder: The United Nations 2030 Agenda decoded:
Goal 5) Achieve gender equality and empower all women and girls
Translation: Criminalize Christianity, marginalize heterosexuality, demonize males and promote the LGBT agenda everywhere. The real goal is never „equality“ but rather the marginalization and shaming of anyone who expresses any male characteristics whatsoever. The ultimate goal is to feminize society, creating widespread acceptance of „gentle obedience“ along with the self-weakening ideas of communal property and „sharing“ everything. Because only male energy has the strength to rise up against oppression and fight for human rights, the suppression of male energy is key to keeping the population in a state of eternal acquiescence.
Ég ákvað eftir að hafa lesið um þennan Andrew Tate að skoða allt þetta “ógeðslega hatur”sem hann segir og var auðvitað fullur viðbjóðs á þessu fyrirfram auglýsta íllmenni.
En eftir því sem ég leitaði meira hvarf sú von að ég gæti staðið á torgum öfgafullra feminista og steitt hnefann framan í holdgerving íllskunar og kvennhatara ársins því ég fann ekki þennan viðbjóð sem bjóst við að finna.
Hann gerir bara það sem feminiskar forréttinda frekjur þola einfaldlega ekki að svara þeim og segja beint framan í feysið á þeim sannleikann um feminiska hatrið ofsókninar lygarnar og ofbeldið sem þær stunda gegn karlmônnum alla daga ársins.
Þessi Andrew Tate er einfaldlega eldklár og mikill ræðumaður sem nær athygli sem feminiskir hryðjuverka hópar hreinlega þola ekki, ráðast því með kjafti og klóm gegn öllum þeim sem ekki sleikja upp og styðja þeirra einhliða árásir alla daga
Áfram Andrew Tate !
Það sem hann er að tala um það er mjög mikilvægt fyrir bæði karla og konur. Það þarf að hlusta á öll viðtöl og bera með opin augu. Ég er ekki sammála með allt sem hann segir en það er mjög mikið rétt hjá honum sérstaklega þegar talar hann við ungmenna.