Töluvert hefur verið fjallað um áhrifavaldinn Andrew Tate undanfarið. Hann er nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu ásamt bróður sínum, grunaður um mansal og nauðgun og lúxusbílar hans (og aðrar eignir) hafa verið gerðir upptækir. Svo virðist sem bresku samtökin Hope not Hate hafi staðið fyrir herferð gegn honum. Í ágúst í fyrra tilkynntu samtökin að þökk sé þeim þá hafi Tate verið útilokaður á You Tube, Tik Tok, Instagram, Facebook og Twitter.
Í pósti samtakanna segir að þau hafi fylgst með honum árum saman vegna tengsla hans við hægri öfgamenn, og þá einkum vegna tengsla við Tommy Robinson, en þeir Tate eru báðir frá bresku borginni Luton. Það var einmitt í framhaldi af heimildarmynd Tommy, Panodrama, þar sem hann sýndi með upptökum að Hope not Hate og fréttamaður BBC hefðu lagt á ráðin um að bera fé á fyrrum samstarfskonu hans og fá hana til að ásaka Tommy um kynferðisbrot gegn sér að Tommy og stuðningshópar hans voru útilokaðir frá öllum netmiðlum og Facebook hótaði meira að segja að loka á alla sem fjölluðu vinsamlega um hann.
Á heimasíðu Hope not Hate frá því í ágúst segir að enn sé mikið af efni frá Tate á netmiðlunum og þeir þurfi að gera meira til að hreinsa það burt. Það sé einnig rétt að Tate sé til vitnis um víðtækara kvenhatur í samfélaginu og að allir þurfi að gera meira til að berjast gegn eyðileggjandi áhrifum þess á samfélagið, það setji konur í verulega hættu. Þessi orð Hope not Hate virðast hrein hræsni. Kvenhatur öfgamúslimanna sem Tommy hefur barist gegn í fjölda ára hefur reynst mörgum breskum stúlkum mjög skaðlegt. Það þarf engan sérfræðing til að skilja að það skilur eftir ör á sál unglingsstúlkna að hafa verið gerðar að kynlífsþrælum og keyrðar þvers og kruss um landið í Uber bifreiðum til afnota fyrir hvern og einn er vill borga fyrir afnot af líkömum þeirra - og þurfa síðar að berjast við áfallastreituröskun og félagsmálayfirvöld til að fá að halda börnum sínum en baráttan gegn meintum hægri öfgamönnum hefur forgang hjá þeim.
Tate hefur sagt ýmislegt sem hefur farið fyrir brjóstið á fólki (og Hope not Hate), svo sem að konur séu eign karlmanna og rökstutt það með því að þær tækju upp nöfn karlanna við giftingu og einnig hefur hann sagt að konur beri vissa ábyrgð sé þeim nauðgað, fórnarlömb Weinstein hefðu getað valið að fórna framanum og konur sem fara einar heim með ókunnugum karlmönnum séu að taka mikla áhættu. Einnig ásakar Hope not Hate hann um rasisma og hómofóbíu. Skoðanir hans virðast því falla betur að hugmyndafræði íslam en nútímahugmyndafræði Vesturlandabúa.
Í október kom Tate því út úr skápnum sem múslimi undir leiðsögn vinar síns, og á myndum af honum á leið í fangelsið má greinilega sjá að hann heldur á ensk-arabískri útgáfu af Kóraninum. Þar mun hann fá staðfestingu á hugmyndum sínum um að konur eigi að lúta valdi karlmanna, dætur valdi feðra og eiginkonur valdi manna sinna. Á sumum fréttamiðlum, s.s. Insider og Yahoo, má sjá áhyggjur af því að nú þegar Tate hefur gert múslimi þá komi hann óorði á múslima með kvenhatri sínu. Já, einmitt! Hvernig er annars staða kvenna í Tyrklandi, því landi er talið er einna frjálslyndast múslimalanda?
Sjálfur segist Tate saklaus af öllum ákærum, þeir sem stjórni heiminum bak við tjöldin hafi gefið út veiðileyfi á sig og gjörspillt yfirvöld Rúmeníu hyggist nota tækifærið og hafa af sér allar eigur sínar. Aðkoma Hope not Hate styður þá fullyrðingu hans.
Nú þegar Tate hefur gerst múslimi þá tilheyrir hann minnihlutahópi og slíkir hópar njóta verndar gegn hatursorðræðu og rasisma í Bretlandi og víðar. Sú vernd hefur dugað "grooming" gengjunum í Bretlandi vel gegnum árin. Það er tæpast hægt að ásaka Tate um að þykjast vera múslimi. Í fyrsta lagi er nóg að fara með trúarjátninguna (Shahada) til að teljast múslimi, í öðru lagi falla margar skoðanir hans að viðteknum hugmyndum trúarinnar og í þriðja lagi hefur hann múslima sem leiðbeinenda. Með þessarri gjörð umbreytir Tate sér úr því að vera fulltrúi hvítra, kapítalískra, gagnkynhneigðra karlmanna (hópsins sem sagður er bera ábyrgð á öllu sem aflaga fer og hefur farið í heiminum) í fulltrúa kúgaðs og undirokaðs minnihlutahóps er þarf að búa við rasisma og íslamófóbíu þess hóps er hann tilheyrði áður.
2 Comments on “Andrew Tate og íslamófóbían”
Með þessarri gjörð umbreytir Tate sér úr því að vera fulltrúi hvítra, kapítalískra, gagnkynhneigðra karlmanna
Smá ábending – Andrew Tate er ekki „hvítur maður“ því faðir hans var svartur
Who was Andrew Tate’s dad?
American international master of chess Emory Andrew Tate Jr. was born on December 27, 1958, in Chicago, Illinois, US.
He was notably referred to as “absolutely a trailblazer for African-American chess” by the first black chess grandmaster Maurice Ashley and learned to play the game as a child.
Emory went on to earn a reputation as a creative and dangerous tactician on the US chess circuit.
He won around 80 tournament games against Grandmasters
Í aðalatriðum er það Guðs orð, sem Andrew Tate segir um að konur eigi að lúta fjölskylduvaldi karlmanna, dætur lúti valdi feðra sinna og eiginkonur valdi eiginmanna sinna.
Sama er að segja um fullyrðingar Tate um að konur séu eign karlmanna. Hann rökstyður það með því að þær taka upp nöfn eiginmanna sinna við giftingu í stað nafns föður síns sem þær báru áður.
Konur skipta um eiganda þegar þær giftast, þegar brúðkaup hefur farið fram. Karlmenn giftast ekki, þeir kvænast.
Feðraveldið er í fullu gildi hjá öllum þeim sem eru Biblíutrúar, körlum og konum. Þar á meðal eru kristnir, gyðingar og múslimar.
Í fjórðu Mósebók getum við lesið í kafla þrjátíu:
3Ef kona gjörir Drottni heit og leggur á sig bindindi, meðan hún er í æsku í föðurhúsum,
5En ef faðir hennar bannar henni jafnskjótt sem hann fær vitneskju um það, þá skulu öll heit hennar ógild vera og hvert það bindindi, er hún hefir á sig lagt, og Drottinn mun fyrirgefa henni, af því að faðir hennar bannaði henni.
6En giftist hún, og heit hvíla á henni og óvarlega töluð orð, er hún hefir bundið sig með,
8En ef maður hennar bannar henni jafnskjótt sem hann fær vitneskju um, ógildir hann heitið, sem á henni hvílir, og óvarkárnisorðin, er hún hefir bundið sig með, og Drottinn mun fyrirgefa henni.
Hér sjáum við svart á hvítu, að Guð almáttugur virðir Feðraveldið.
Hér er því ekki um hatursboðskap að ræða, heldur kærleiksboðskap sem við skulum öll taka undir.