Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi

frettinErlent, Fræga fólkið5 Comments

Leikarinn Alec Baldwin hefur opinberlega verið ákærður í tveimur liðum fyrir manndráp af gáleysi á dauða kvikmyndatökukonunnar Halyna Hutchins.

Baldwin skaut Hutchins til bana þegar hann var við tökur á myndinni Rust á síðasta ári.

Hannah Gutierrez-Reed, framkvæmdastjóri leikmuna á tökustað, er einnig ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa ekki útvegað Baldwin gervibyssu. Hann lét Baldwin þess í stað  hafa alvöru vopn.

NBC News.

5 Comments on “Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi”

  1. Venjulegt leikrit sem sett er á svið í kringum kvikmynd í Hollywood:

    Gamall, afdankaður og hundleiðinlegur leikari er fenginn til þess að leika aðalhlutverk í lélegri bíómynd, handritð grútmáttlaust, mótleikarinn ömurlegur amatör, allt stefnir í að myndin verði algert „flopp“ og stórfé glatist.

    Þá er sett á svið svona leikrit handa fjölmiðlum. Hér áður fyrr nægði að gefa í skyn rómantík á milli aðalleikaranna, þótt bæði væru á föstu, en það er verðbólga í þessu eins og öllu öðru, og nú dugar ekkert minna heldur en morð í settinu.

    En það dugir sko heldur betur, því fjölmiðlarnir velta sér uppúr „málinu“ mánuðum saman, og myndin kemur til með að skila stórhagnaði.

    Er ekki komin tími til að Fréttin slíti barnsskónum, og fari að bera kennsl á svona PR-efni hjálparlaust?

  2. Tja.. ef þú Björn myndi ráða förinni þá held ég að við myndum ekki fá neitt fréttaefni þar sem allt er afdankað og snúið up side down hjá þér. Ert þú ekki bara búin að fara hringinn 360 gráðurnar. Hef ekki séð eitt einasta komment frá þér sem er hægt að túlka sem jákvætt.

  3. @Björn Jónsson: ,,Gamall, afdankaður og hundleiðinlegur leikari er fenginn til þess að leika aðalhlutverk í lélegri bíómynd, handritð grútmáttlaust, mótleikarinn ömurlegur amatör, allt stefnir í að myndin verði algert „flopp“ og stórfé glatist.“

    Mörg yrðu morðin á tökustöðum Hollywood ef þetta nægði til.

  4. Trausti: Það er ekkert til sem heitir „jákvæðar“ eða „neikvæðar“ fréttir,
    það eina sem skiptir máli, þegar þú sérð nýja „frétt“,er:

    Er þetta satt eða logið? Sannsögulegt eða spuni? Trúverðugt eða della?
    Hér á Fréttinni hafa dömurnar bara áttað sig á einni lygafrétt fram til þessa, nefnilega bóluefna-lyginni, en svífa svo áfram á bleiku skýi varðandi hin (óteljandi) ósannindin.

    Þó er smávon til þess að Eyjólfur (Eyjólfína?) hressist, og þær fari bráðum að leggja sitt eigið sálfstæða mat á „fréttirnar“, og vinsi úr, áður en „efnið“ er birt.

    Þangað til það gerist mun ég halda mínum góðfúslegu ábendingum áfram.

    Páll:
    Það dugði í þetta sinn, en „floppin“ í Hollywood eru nú orðin svo mýmörg, að það þurfti meira að segja „feik“atburð á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni líka til þess að vekja athygli á henni.

  5. ,,það þurfti meira að segja „feik“atburð á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni líka til þess að vekja athygli á henni.“

    Sammála. Sést greinilega (og enn betur í slow motion) hvílíkt feik það var.

Skildu eftir skilaboð