Í dag, 20 janúar, halda varnarmálaráðherrar Vesturlanda fund í Ramstein herstöðinni í Þýskalandi. Málefni fundarins er að sjálfsögðu Úkraína og hvernig skuli sjá henni fyrir vopnum. Viðbúið er að þrýst verði á Þjóðverja um að leyfa notkun Leopard 2 skriðdreka sinna sem eru til víða í Evrópu og á að senda þá sjálfir. Varnarmálaráðherra BNA mætti í gær til fundar við hinn nýskipaða varnarmálaráðherra Þýskalands og viðbúið er að Lloyd Austin hafi tekið fram þumalskrúfurnar. Sjá má dagskrá fundarins í dag á France24.
Þjóðverjar eru milli steins og sleggju. Þeir vilja ekki loka á öll samskipti við Rússa sem þeir hafa keypt af gas í hálfa öld. Efnahagur þeirra er háður ódýru Rússagasi. Án þess hrynur iðnaðarframleiðsla Þýskalands. Því þrjóskast þeir við og segja Bandaríkjamönnum að senda sína skriðdreka fyrst. Bandaríkjamenn hafa lengi verið því mótfallnir að Þjóðverjar væru háðir Rússum með gas og fyrir nokkrum árum hótaði bandaríski sendiherrann, Richard Grenell, þeim viðskiptaþvingunum ef þeir hættu ekki við að kaupa gas af Rússum gegnum Nordstream 2 leiðslurnar.
Þær leiðslur voru sprengdar í loft upp, eins og menn muna og fátt fréttist af rannsókn málsins. Rússum var fyrst sjálfum kennt um, en skv. grein í breska blaðinu Express telja 23 diplómatar og fulltrúar njósnastofnana í níu löndum það mjög ólíklegt, ef ekki útilokað. Í ljós hefur komið að miklu magni af sprengiefni var komið fyrir utan á leiðslunum og skv. finnska utanríkisráðherranum, Pekka Haavisto, hlýtur eitthvert ríki að hafa staðið þar á bak við, þetta sé ekki verk staks fiskimanns, heldur mjög fagmannlega unnið.
Rússa grunar að breski sjóherinn hafi sprengt leiðslurnar að fyrirmælum Pentagon. Scott Ritter, vopnaeftirlitsmaðurinn fyrrverandi, er og á því að skemmdarverkin hafi verið framin að undirlagi Bandaríkjastjórnar og telur að þau beinist gegn Evrópu, Evrópa megi ekki verða nógu sterk og sjálfstæð til að ógna heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.
Í því sambandi má vel rifja upp ummæli fyrsta framkvæmdastjóra NATO, breska hershöfðingjans Hasting Ismay, um að tilgangurinn með stofnun NATO væri að halda Rússum úti, Ameríkönum inni og Þjóðverjum niðri. Er sú stefna kannski enn við lýði? Grunar Þjóðverja það og er það ástæðan fyrir umtalaðri tregðu þeirra til að senda vopn til Úkraínu í þessu proxýstríði Bandaríkjanna gegn Rússum? Með opnun nýrrar kolanámu sem var vandlega auglýst með myndum af handtöku Gretu Tunberg senda Þjóðverjar skilaboð um að orkuöryggi þeirra og efnahagur skipti þá máli. Þeir sýna stöðugan mótþróa.
One Comment on “Mótþróaröskun Þjóðverja”
Ný frétt: Stórsókn Rússa í norðurátt eftir endilangri Zaporoshie-víglínunni (175 km) hófst í morgun, mæta lítilli mótspyrnu Úkraínuhers.