Elon Musk kvartar yfir „meiriháttar“ aukaverkunum af mRNA-bóluefnunum

Erna Ýr ÖldudóttirBólusetningar, Covid bóluefni, Erlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið3 Comments

„Ég fékk meiriháttar aukaverkanir af öðrum viðbótarskammtinum [af Covid-bóluefninu]. Leið eins og ég væri að drepast í marga daga. Vonandi varð ég ekki fyrir varanlegu tjóni, en ég er ekki viss“, er haft eftir Elon Musk, eiganda Twitter, á Twitter í dag.

Tilefnið var Twitterfærsla frá Scott Adams, sem frægastur er fyrir að teikna Dilbert-myndasögurnar, en hefur einnig látið til sín taka í opinberri umræðu. Adams hafði spurt hvernig mætti túlka tölfræðigögn Rasmussen Reports um aukaverkanir af Covid-bóluefnunum. Í þeim kom fram að 7% fullorðinna Bandaríkjamanna sem fóru í sprautuna (68%), hafi fengið meiriháttar aukaverkanir. Það reiknast sem u.þ.b. 12 milljónir manna.

Niðurstaðan sé mjög langt frá því að vera sjaldgæfar (0,01-0,1%) aukaverkanir, eins og sóttvarnayfirvöld Bandaríkjanna, CDC hafi gefið út. Samkvæmt þeim mælikvarða væri um algengar (1-10%) aukaverkanir að ræða.

Til viðbótar sagði Musk:

„Og frændi minn, sem er ungur og í toppformi, fékk alvarlegt tilfelli af hjartavöðvabólgu. Þurfti að fara á spítala“

Hjartavöðvabólga í ungum karlmönnum hefur verið skráð sem aukaverkun af Covid-bóluefnunum.

Í framhaldinu kvaðst Musk ekki hafa farið sjálfviljugur að láta sprauta sig með viðbótarskammti, en það hafi verið gert að skilyrði til að hann gæti heimsótt Tesla Giga í Berlín í Þýskalandi.

Áður en bóluefnin hafi verið í boði, hafi hann smitast af Covid 19 sem hafi verið eins og „milt kvef“. Eftir það hafi hann farið í bólusetningu og fengið Jansen bóluefnið (Johnson&Johnson) og við það hafi hann fengið tímabundinn verk í handlegginn.

Fyrri mRNA viðbótarskammturinn hafi ekki valdið honum óþægindum, en að hann hafi „verið í rúst“ af þeim síðari.

3 Comments on “Elon Musk kvartar yfir „meiriháttar“ aukaverkunum af mRNA-bóluefnunum”

  1. Hættur að skrifa athugasemdir á þennan vef sem er jafn heimskulegur og vitlaus og þeir ríkisstyrktu:
    ruv.is; mbl.is, visir.is; dv.is, frettabladid.is og fleiri.

  2. Það er alltaf hægt að stofna sinn eigin vef …Eberg og þá gætir þú flutt okkur sauðheimskum almúganum fréttir og skrifað þín eigin komment líka. Ef þú gerir það máttu endilega auglýsa það svona út í cosmóið væri til í að skoða þann miðil betur. Hvaða 5x erlendar síður heimsækir þú daglega? Eða er þetta jafn vitlaust út í heimi og hér heima?

  3. Ég er hissa að hann hafi látið bólusetja sig ..hvað þá tvisvar !

Skildu eftir skilaboð