Lesandabréf: 20 merkileg atriði í sambandi við Úkraínustríðið

Erna Ýr ÖldudóttirPistlar, Úkraínustríðið1 Comment

Lesandi nokkur veltir þessum atriðum upp í aðsendum pistli.

  1. Fjölmiðlar sem yfirvöldum í Evrópusambandinu finnst vondir eða leiðinlegir eru bannaðir.

  2. Enginn mótmælir fjölmiðlabanni í Evrópusambandinu.

  3. Stórfelld og vafamsöm upptaka á eignum rússneskra einstaklinga á sér stað á Vesturlöndum.  Enginn hreyfir mótmælum og ekkert heyrist af málaferlum.

  4. Allir stærstu fjölmiðlar í Evrópu og á Íslandi enduróma sjónarmið Bandaríkjanna og birta í sífellu fréttir sem falla að þeim.  Dæmi:  Sagt er í smáatriðum frá sprengingum í Kænugarði, en ekki er sagt frá viðstöðulausu sprengjuregni yfir Donetsk.

  5. Fullkomið sinnuleysi vegna örlaga mörg hundruð þúsunda ungra manna sem eru beinlínis teknir af lífi.

  6. Miklir hæfileikar Vesturlandabúa til að sjá ekki sök NATO, einkum Bandaríkjanna.

  7. Blinda Vesturlandabúa á raunveruleg markmið og sjónarmið Rússa.

  8. Furðuleg óskhyggja á Vesturlöndum um að Úkraína sé að vinna eða geti yfir höfuð unnið stríðið.

  9. Blinda á þá staðreynd að Pútín nýtur stuðnings Rússa.

  10. Illskiljanleg löngun úkraínskra stjórnvalda til að halda völdum í rússnesku héruðum Úkraínu.

  11. Vilji fólks í Úkraínu til að fórna sér og láta drepa marga fyrir ómerkileg markmið sem þar að auki munu ekki nást.

  12. Sannfæring Vesturlandabúa um að aðrar reglur gildi fyrir hitt liðið en þeirra eigið lið.

  13. Sannfæring Vesturlandabúa um að stjórnvöld í Úkraínu segi satt, en Rússar ósatt.

  14. Rómantískar hugmyndir margra um að Úkraína hái stríð fyrir frelsi og mannréttindum.

  15. Konur eru áberandi meðal stríðsæsingamanna (Þórdís Kolbrún, Sanna Marín, Ursula von der Leyen, Annalena Baerbrock), en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru drepnir og limlestir eru karlar.  Enginn ræðir þessi mál út frá kynjasjónarmiðum.

  16. Þögn hernaðarandstæðinga á Íslandi og víðast annars staðar í Evrópu.

  17. Engar fréttir berast af rannsókn á sprengingunum á gasleiðslunum í Eystrasalti.

  18. Vilji margra á Íslandi til að styðja hernaðinn í Úkraínu með beinum eða óbeinum hætti.

  19. NATO setur 20 sinnum meira fé í hermál en Rússar.  Samt telja margir á Vesturlöndum, þar á meðal stjórnvöld stórra ríkja að það halli verulega á NATO og það þurfi að borga meira til að verjast Rússum.  Hvenær telur þetta fólk að jafnvægi sé náð?  Þegar hlutfallið er 50, 100 eða 1000?

  20. Rússar fengu  á sínum tíma að draga landamæri Finnlands að eigin geðþótta og hafa ekki haft uppi neinar landakröfur gagnvart Svíum á síðari öldum.  Engin rússnesk þorp eða borgir eru í þessum löndum.  Engu að síður virðast margir í Svíþjóð og Finnlandi telja að þeim stafi ógn af Rússum og vilja ganga í hernaðarbandalag sem Rússar telja ógna sér.

 

One Comment on “Lesandabréf: 20 merkileg atriði í sambandi við Úkraínustríðið”

Skildu eftir skilaboð