Tólf bæjarstjórar í New Jersey-ríki, suður af New York, hafa óskað eftir að rannsókn fari fram á því hvort að uppsetning á vindmyllugörðum við austurströnd Bandaríkjanna geti átt þátt í óvenjumiklum hvaladauða á svæðinu undanfarið. Frá þessu greindi Fox News í byrjun mánaðarins. Þeir undirrituðu sameiginlega beiðni til ríkisins og alríkisins, þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda þar … Read More
ESB finnur ekki 300 milljarða evra af frystum rússneskum gjaldeyriseignum
Ekki hefur tekist að finna megnið af rússneska gjaldeyrisvaraforðanum, eða um 300 milljarða evra, sem frystur var í evrópskum bönkum eftir 24. febrúar í fyrra. Þetta hefur litháenski fréttavefurinn Delfi eftir ónefndum heimildum innan úr Evrópusambandinu, í umfjöllun sem birtist þann 21. febrúar síðastliðinn. Evrópskur þingmannahópur hafði krafist þess af framkvæmdastjórninni, að gerð yrði samantekt yfir frystar eigur rússneska ríkisins. … Read More
Bandarískur sérfræðingur með kynningu hérlendis um mikilvægi D-vítamíns
Í byrjun mars mun bandarískur sérfræðingur í D-vítamíni, Henry Lahore, koma til Íslands ásamt eiginkonu sinni. Tilgangur heimsóknarinnar er fyrst og fremst að skoða Ísland og íslenska náttúru, en þrátt fyrir stutta dvöl hefur Lahore boðist til að vera með endurgjaldslausa kynningu um mikilvægi D-vítamíns fyrir heilsuna laugardaginn 4. mars. Þess má geta að D-vítamín er eina vítamínið sem er ekki eiginlegt … Read More