Frá Degi til Dags

frettinGeir Ágústsson, Innlent, Stjórnmál4 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Sumir stjórnmálamenn mega eiga það: Eftir að hafa sólundað fé í allskonar fyrir alla þarf að lokum að taka ábyrgð og grípa til aðgerða þar sem verður minna fyrir alla (nema mögulega suma).

Þetta er ekkert fagnaðarefni en jafnast á við aðgerðir í venjulegu heimilisbókhaldi, eða svo ég vitni í nýlega grein eftir vinkonu mína:

Á heimasíðu Nýsköpunardags hins opinbera er spurt: Lumar þú á sparnaðarlausn sem nýtist í opinberum rekstri?

Sjálfsagt er að bjóða upp á slíkar hugmyndir og þarf ekki að leita lengra en í rekstur heimilisbókhaldsins. Í fyrsta lagi þarf að passa að útgjöld séu lægri en tekjur. Í öðru lagi að forðast að taka lán nema nauðsyn krefji, t.d. fyrir stærri fjárfestingar, og muna svo að greiða af þeim lánum í framhaldinu, og þá með tekjum en ekki nýjum lánum. Neyslulán eru slæm hugmynd nema í algjörri neyð. Ekki treysta á að vinna í happadrætti þegar fjárhagsáætlanir eru gerðar. Verðsamanburður getur borgað sig.

Hagnýtar lausnir sem eru nothæfar og þá helst til lengri tíma eiga að njóta forgangs umfram glingur og sýndarmennsku, en svolítið skraut má kaupa ef það er afgangur.

Ekkert nýtt, frumlegt, róttækt eða ómögulegt. Bara einfalt viðbragð við breyttum aðstæðum.

Það verður svo sannarlega dagamunur í illa reknu sveitarfélagi Árborgar. En ég spyr mig: Verður munur á gömlum degi og nýjum í Reykjavík? Á þeim Degi sem vill helst bara klippa borða og hinum sem boðaði breytingar? Tíminn leiðir það í ljós, þ.e. næsti Dagur.

4 Comments on “Frá Degi til Dags”

  1. Ég kom til sódómu fyrir síðustu kosningar, og hvert sem ég fór, í borginni, voru myndir af Degi. Ég hugsaði, í fávisku minni, að enginn mundi kjósa hann. Fólk mundi muna eftir Stalín, Pol Pott og öllum hinum kommúnistunum. En viti menn, Dagur varð borgarstjóri. Við erum búin að vera, kapút, fljótlega.
    Ég var að hlusta á gamalt viðtal við fyrrverandi borgarsjóra, Jón Gnarr. Það var sorglegt. Hann þyrfti á hjálp að halda ásamt vesælli þjóð, fastri í klóm banka mafíunnar.

  2. Geir. Hvar ætlar þú að fá peninga til að borga vexti af lánunum? Þû ert ekki að skilja vandamálið, sem er, peningar eru “prentaðir”, til að lána, sem þíðir að það þarf líka að “prenta” þá fyrir vöxtunum. Peninga kerfið sem við búum við er ekkert annað en píramída svindl. Enda er píramídinn, banka mafíunnar tákn. Þeir gætu alveg eins sett þumalputtan framan í okkur. Þeir hlægja að heimsku okkar! Enda fer megnið af gróðanum í heilaþvott (kostnaður), samanber bóta kostnaður fyrir örkumlun vegna lyfja.

  3. Ég fór í jarðarför gamals kunningja míns, sem dó eftir margra klukkutíma tilraun okkar áhafnarmeðlima til að lífga hann við. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Í kirkjunni, var það eina sem ég sá, var risastórt píramídatákn, það sama og er á Ameríska dollaranum og fullt af fólki með andlitsgrímur. Þetta var í Kópavogs kirkju, þeirri sömu og afi minn og amma voru jörðuð í.
    Í þeirri sömu jarðaför heilsaði mér maður með grímu, ég þekkti hann náttúrulega ekki. Eftir japl jaml og fuður tók hann niður grímuna. Þetta var æskuvinur minn. Ég átti erfitt með að halda aftur af tárunum. Þetta var á byrjunar stigi covid kjaftæðisins, sem ég vissi frá upphafi að væri kjaftæði. Hvernig átti ég að segja honum það. Móðir mín heitin, trúði mér ekki einu sinni, heitin!

  4. Trumpet, Það er í raun sorglegt að horfa upp á dónaskap þessa fólks og skósveina þeirra sem stjórnar þessu blessaða landi. Rótin fyrir þessu öflum á rætur sínar að rekja vestur í Washington. Þessi öfl stjórna megninu af vestur Evrópu þar sem stjórnmál og fjölmiðlar snúast um að smala köttum eins og ákveðin forsætisráðherra sagði um árið. Við íslendingar erum heimsmeistarar í þessu, hér er engin sjálfstæð hugsun þegar kemur að svona málum, við ölum á einræði, blindni og heimsku.

    Við erum með stjórnmálamenn sem hafa það eina markmið að halda öllu í horfinu, gera ekki neitt og breyta ekki neinu sem skiptir máli fyrir samfélagið, það er heldur betur búið að sannast eftir hrunið, skemmdu eplin þar að segja meinið í kerfinu verður aldrei lagað og á bara eftir að versna vegna þess að hugsunin gengu út á það að halda öllu í horfinu. Spillinga og peningaöflin ganga út á það að kerfið mjólki samfélagið. Það er sennileg þumalputtaregla að 1 – 2% íbúa í samfélagi eigi yfir 90% af öllum eignum, það er hópurinn sem íslenska stjórnmálakerfið er að brauðfæða á kostnað hinna 98 – 99 prósentana.

    Á Íslandi er starfandi fjölmiðlafólk sem yrði rekið úr starfi í flestum heilbrigðum samfélögum fyrir að bera út lygar og áróður alla daga, Á Íslandi þrífast svona heimskar áróðurs ræsisrottur (Dv, Vísir, RUV, Heimildin og MBL) góðu lífi.

Skildu eftir skilaboð