Anna Kolbrún Árnadóttir er látin

frettinAlþingi, Andlát, InnlentLeave a Comment

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, fv. alþing­ismaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is á síðasta kjör­tíma­bili fyr­ir Miðflokk­inn og einn stofnandi flokksins, lést á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri í gær­morg­un.

Anna Kolbrún var þingmaður Miðflokksins á árunum 2017 til 2021 og varaþingmaður Norðausturkjördæmis fyrir flokkinn þar til í mars síðastliðnum.

Þegar Anna Kolbrún byrjaði setu sína á Alþingi haustið 2017, hafði hún barist við illvígt og sjaldgæft krabbamein í sjö ár.

Anna Kolbrún var fædd á Akureyri 16. apríl 1970. Hún skilur eftir sig eiginmann, Jón Braga Gunnarsson viðskiptafræðing, dótturina Þóru Aldísi Björnsdóttur, fædd 1997, og þrjá stjúpsyni, Inga Þór, fæddur 1982, Gunnar Björn, fæddur 1987, og Magnús Pálmar, fæddur 1992, Jónssyni.

Það var Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is sem greindi frá þessu við upp­haf þing­fund­ar í dag. Önnu Kol­brún­ar verður minnst við upp­haf þing­fund­ar næst­kom­andi mánu­dag.

Skildu eftir skilaboð