Texas hyggst banna seðlabankarafeyri (CBDC)

frettinErlent, FjármálLeave a Comment

Texas-ríki hefur lagt fram frumvarp um að banna seðlabankarafeyri (CBDC). Frumvarpið var lagt fram sl. föstudag á 88. löggjafarþingi.

Seðlabankarafeyrir er stafrænt form peninga sem er bein krafa á seðlabanka, frekar en bein krafa á viðskiptabanka.

Frumvarpið skilgreinir hvers vegna seðlabankarafeyrir sé slæm hugmynd. „Seðlabankarafeyrir til almennra nota (e. retail CBDC) kemur á beinu sambandi milli seðlabanka og neytenda,“ segir í frumvarpinu. „Þetta gæti leitt til áður óþekkts ríkiseftirlits og stjórnunar yfir fjármunum í einkaeigu og viðskiptum einstaklinga.“

Fulltrúadeild Norður-Karólínu samþykkti samhljóða í síðustu viku frumvarp sem bannar notkun seðlabankarafeyris (CBDC) fyrir greiðslur til ríkisins eða þátttöku ríkisins í prófunum á CBDC í seðlabankaútibúum.

Skildu eftir skilaboð