Elon Musk opnar Twitter reikning Kanye West eftir bann

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Elon Musk eigandi X samfélagsmiðilsins sem áður hét Twitter, hefur endurvirkjað reikning bandaríska söngvarans og fatahönnuðarins Kanye Omari West, almennt þekktur sem Kanye West eða Ye.

Fyrirtækið sagði á laugardag við Wall Street Journal að söngvarinn muni ekki geta aflað tekna af reikningi sínum og engar auglýsingar munu birtast við hlið færslur hans.

Reikningur West, sem hefur nú 31,5 milljónir fylgjenda, birtist nú með gullnu staðfestingarmerki sem gefur til kynna að X viðurkenni hann sem opinberan viðskiptareikning.

Reikningi rapparans var lokað í desember 2022 fyrir að brjóta reglur vettvangsins og var hann sagðu hafa hvatt til  ofbeldis og gyðingahaturs.

Óljóst hvort Kanye hafi lagt sjálfur lagt fram beiðni um opnun á reikningum eða hvort eitthvað annað hafi orðið til þess að reikningur hans hafi verið endurvirkjaður, þar sem söngvarinn hefur enn sem komið er, ekki sent inn færslu á vettvanginn.

Hér neðar má sjá næstsíðustu færslu West áður en reikingnum var lokað, þar sem hann sakar tískufyrirtækið Balenciaga um að taka þátt í slaufunarmenningu, fyrirtækið sagði samning við söngvarann upp eftir að ásakanir komu fram um gyðingahatur.

Þá sagði vörumerkið Adidas einnig upp samning við söngvarann í kjölfarið.

Skildu eftir skilaboð