Musk kynnir gervigreindarþjónustu Grok með tilfinningu fyrir kaldhæðni

frettinErlent, Gústaf Skúlason, TækniLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Tæknifrumkvöðullinn Elon Musk, sem þekktur er fyrir frumkvöðlafyrirtæki sín eins og Tesla og SpaceX, hefur enn og aftur vakið athygli tækniheimsins með kynningu á nýrri gervigreindarþjónustu sem heitir „Grok.” Samkvæmt Musk þjónustan ekki aðeins veitt af háþróaðri gervigreind, heldur hefur gervigreindin einnig getu til að skilja og nota kaldhæðni í samskiptum við fólk.  Sá eiginleiki er sagður óvenjulegur fyrir gervigreind fram að þessu.

Á nýlegum blaðamannafundi tilkynnti Musk, að ný þjónusta fyrirtækisins Grok muni hafa aðgang að miklu magni upplýsinga, sem hann vísar til sem „X-upplýsingar.“ Það vekur forvitni um, hvers konar gögn Grok mun geta greint og hvernig það verður notað til að bæta samskipti manna og véla.

Mannlegri gervigreind með stærra innsæi

Wall Street Journal lyftir fram sýn Musk, um að Grok eigi að vera mannlegri gervigreind með stærra innsæi, sem felur í sér getu til að skilja óbeinar merkingar og tvöföld skilaboð í mannlegum samskiptum. Þessi eiginleiki gæti hugsanlega gjörbylt samskiptum gervigreindar við notendur og að gervigreindin komið með eðlilegri og skiljanlegri svör. Musk gerði samanburð á svörum Grok og dæmigerðrar gervigreindar sem má sjá á X-tísti hans hér að neðan:

Grok gæti verið upphaf nýs tímabils í sögu gervigreindar

Mashable greinir frá því, að Musk ætli að láta Grok fylgja með í annarri tækni en engar upplýsingar hafa enn verið gefnar upp um slík mál. Musk hefur áður talað um að sameina ýmis fyrirtæki sín undir sameiginlegri regnhlíf, sem hefur leitt til vangaveltna um hvernig gervigreindin verði nýtt í kerfi nýrra tækniuppfinninga.

Sænska Omni greinir frá því, að áhugi á nýju gervigreindarþjónustunni Grok sé mikill m.a. í Svíþjóð, ekki síst vegna allra fjárfestinga og rannsókna á gervigreind. Ef Grok tekst að skilja mannlega kaldhæðni gæti nýtt tímabil gervigreindarsamskipta hafist í áður óþekktum mæli hjá bæði neytendum og fyrirtækjum.

Því fylgjast margir spenntir með því, hvernig móttökur Grok fær á mörkuðum og hvernig háþróaðir eiginleikar Grok standa sig í samanburði við önnur leiðandi merki gervigreindar í heiminum. Miðað við fyrri velgengni Elon Musks, má búist við að Grok gæti skilgreint næsta skrefið í þróun gervigreindartækninnar.

Skildu eftir skilaboð