Áfengi á að lokka Svía til baka á kirkjubekkinn

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Trúmál1 Comment

Sænska kirkjan þjáist af áhugaleysi safnaðarins. Oft eru kirkjubekkirnir tómir við messu og margir hafa sagt sig úr kirkjunni á undanförnum árum. Umræður eru innan kirkjunnar um að snúa þessari þróun við og ein af tillögum sem verið er að ræða er að hefja áfengisveitingar í kirkjunum. Vonast er til að áfengið lokki kirkjugesti til að fylla megi tóma kirkjubekkina.

Tillagan kemur frá prestinum og biskupsprófessornum Bimbi Ollberg sem er starfandi á Gotlandi. Hann telur að ef kirkjan virkaði einnig sem krá, þá myndu fleiri fara í pílagrímsferð þangað.

Íbúar á Gotlandi flýja sænsku kirkjuna

Niðurstöðuna ber að skoða í ljósi nýlegra  neikvæðra talna um hnignun kristinnar trúar meðal Gotlendinga. Aðeins sex af hverjum tíu eru meðlimir í sænsku kirkjunni. Eflaust eru enn margir í kirkjunni sem ekki hafa komið því í verk að yfirgefa hana formlega enn sem komið er.

Auk veraldarvæðingar Svía, sem hefur verið í gangi í langan tíma, í takt við miklar lýðfræðilegar breytingar vegna allra innfluttra, þá játa sífellt fleiri Svíar aðra trú með iðkendum sem er stranglega bannað – „haram“ – að stíga fæti inn í kristna kirkju.

Vonast eftir 80% meðlimum árið 2050

Sænska kirkjan hefur einnig fengið á sig vinstri sinnaðan stjórnmálastimpil sem hefur ýtt mörgum hefðbundnum kristnum frá kirkjunni. Sóknarpresturinn Ollberg gerir lítið úr því og segir það ekki vera neitt sem ekki smá áfengistár geti lagað:

Fyrir rúmum hundrað árum síðan skrifaði Falstaff Fakir að „vatn er hættulegt eitur, sem umlykur biskupsdæmi Visby.“  Núna vonast Visby biskupsdæmi til þess að geta aukið hlutfall kristinna manna á eyjunni í 80% fyrir árið 2050 með öðrum vökva.

One Comment on “Áfengi á að lokka Svía til baka á kirkjubekkinn”

  1. „Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar Hann kemur?“ (Lúkas 18:8). Því miður lítur út fyrir að þessi kynslóð sé glötuð, guðleysi ríkir og fáni Satans blaktir víða. Aðeins örfáir verða staðfastir til enda.

Skildu eftir skilaboð