Draugaborgin New York: Aldrei jafn mikið af tómu skrifstofuhúsnæði

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, Erlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

New York borg á við alvarleg og vaxandi vandamál að etja með mikið af tómu skrifstofuhúsnæði. Vaxandi glæpafaraldur, háir skattar og geðveikislegar reglur Covid-19 fyrir nokkrum árum, hafa stökkt fólki á flótta frá borginni í ríkum mæli. Þegar borgaryfirvöld hófu síðan aðför að Donald Trump, þá ákváðu mörg fyrirtæki að yfirgefa borgina til að lenda ekki í sams konar árásum.

Núna slær fjöldi tómra skrifstofubygginga í borginni nýtt met. Tekjumissir borgarinnar er mikill og stefna núverandi borgarstjórnar lagar ekki ástandið. Spurningin er hvort nokkur vilji eyða milljónum dollurum til að opna nýja skrifstofu á Manhattan í dag.

The New York Post greinir frá því, að tómar skrifstofur á Manhattan slá ný met. Skrifstofubyggingar „The Big Apple“ hafa aldrei verið jafn auðar. Þótt hámarkstímabil fjarvinnu tilheyri fortíðinni, þá hefur fjöldi lausra skrifstofa aldrei verið meiri. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 fór hlutfall lausra skrifstofa í 18,1% sem er hæsta hlutfall sem hefur mælst samkvæmt nýlegri skýrslu frá fjárfestingarfyrirtækinu Colliers. Það hlutfall var 10% í mars 2020. 8% aukningin átti sér stað á milli 2020 og 2022 .

Townhall bendir á, að það séu fleiri en bankarnir sem eiga við vandamál að stríða. Einstaklingar og lífeyrissjóðir hafa fjárfest í atvinnuhúsnæði í svo kölluðum „óhefðbundnum fjárfestingatækifærum.“ Þar sem verðbólgan og vextir rýra virði þessara eigna og möguleiki eykst á því að lán verði raunverulega endurheimt, þá stefna Bandaríkin í þannig aðstæður, að þörf gæti orðið á neyðaraðstoð til að stöðva blæðinguna. Spurningin er því ekki hvort heldur hvenær New York borg verður að leita sér fjárhagsaðstoðar vegna hrunsins á atvinnuhúsnæðismarkaðinum.

Skildu eftir skilaboð