Hnífstunguárás enn og aftur í Sydney

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TrúmálLeave a Comment

Tveimur dögum eftir að sex manns voru drepnir í verslunarmiðstöð í Sydney af hnífamorðingja – sem endaði með því að lögreglukona skaut til hann bana – hefur hryllingurinn aftur heimsótt áströlsku stórborgina. Emmanuel varð þekktur á meðan á „faraldrinum“ vegna gagnrýni á Covid-lokanir í Sydney. Hann sagði lokanirnar vera „fjöldaþrældóm“ og fullyrti, að bóluefnin væru tilgangslaus. Með því lifa eins og venjulega, þá myndi ofnæmiskerfið geta unnið sitt varnarstarf gegn veirunni.

Árásarmaðurinn

Daily Mail greindi frá því, að Mari Emmanuel biskup hafi verið að prédika í kirkju góða hirðarans Krists,  í Wakeley í vesturhluta Sydney á mánudag, þegar svartklæddur maður gekk upp að altarinu og er sagður hafa stungið hann margsinnis. Messan var í beinni útsendingu á YouTube síðu kirkjunnar og árásin náðist á myndband og sýnir Emmanuel biskup líta undrandi upp þegar árásarmaðurinn ræðst skyndilega á hann með hníf sem hann heggur í líkama biskupsins. Kirkjugestir þustu biskupnum til hjálpar og nokkrir urðu einnig fyrir hnífstungum áður en tókst að afvopna hnífamanninn.

Mari Emmanuel biskup hefur nýlega vakið athygli vegna fyrir að styðja Donald Trump. Hann sagði:

„Við getum ekki leyft neinum fíflum að fara lengur í Hvíta húsið lengur. Þegar Bandaríkin gerast kristin þá verða þau mest ofsótti hópur heims af næsta stórveldi sem er Kína.“ 

Lesendur eru varaðir við sterkum myndum af atburðinum á X hér að neðan:

 

 

Skildu eftir skilaboð