Vopnaframleiðsla og sala á drápstólum eykst gríðarlega mikið í heiminum. Stríð og stóraukin hernaðarspenna í heiminum skilar vopnaiðnaðinum drjúgan skilding í kassann.
Árið 2023 jukust fjárveitingar til hernaðar verulega í heiminum. Alls var 2 443 milljörðum dollurum (jafnvirði ríflega 340 billjónum íslenskra króna) varið til hernaðar á heimsvísu, sem er 6,8 prósenta aukning frá árinu 2022. Það er mesta aukning síðan 2009, skrifar Alþjóða friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, í nýrri fréttatilkynningu. SIPRI stendur fyrir „Stockholm International Peace Research Institute.“
Bandaríkin eyða meira en mörg stórveldi samtals
Stærstu hernaðarútgjöldin eru Bandaríkin (911 milljarðar dollara), Kína (296 milljarðar), Rússland (109 milljarðar), Indland (83,6 milljarðar), Sádi-Arabía (75,8 milljarðar), Bretland (74,9 milljarðar), Þýskaland (66,8 milljarðar). ), Úkraína (64,8 milljarðar dala), Frakkland (61,3 milljarðar dala) og Japan (50,2 milljarðar dala).
Bandaríkin, sem eru í efsta sæti, hafa ein og sér um 30 milljarða dollara meiri hernaðarútgjöld en öll hin löndin sem eru í öðru til tíunda sæti listans. Hernaðarútgjöld þeirra er upp á 882,4 milljarða dollara. Af þeim tíu löndum sem mest eyða til hernaðarmála eyða þannig Bandaríkjamenn meira fé í herinn en allir hinir samtals sem eru á topp tíu listanum.
Vertíð hjá vopnaiðnaðinum
Vopnaiðnaðurinn sker upp gífurlegan hagnað í því ástandi sem núna ríkir í heiminum. Stærstu hrægammasjóðir heims, BlackRock og Vanguard, eru stærstu hluthafar í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum heims.
Í Svíþjóð er Saab stærsti vopnaframleiðandinn og Wallenberg stærsti hluthafinn. Fréttin.is hefur áður greint frá því, hvernig Saab stórgræðir á stríðinu í Úkraínu.
One Comment on “Drápstólin keypt fyrir uppgjör morgundagsins”
Það er soldið skondið að horfa á alla þessa milljarða fara í stríðsbröltið, og sjá svo almenning fussa og sveia við þessum upphæðum, en setur svo ekki krónu til þeirra sem vilja breyta þessu.
Eins t.d Ástþór.
Nánast allur kostnaður við friðarpredikanir hans, koma úr hans eigin vasa, og fólk hristir bara hausin yfir þessari ,,vitleysu“ hans.
Skelfilega á svoleiðis fólk bágt !